Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2014 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Oscar Fraustro (8/50)

Oscar Fraustro frá Mexíkó var nr. 43 af 50 kylfingum sem hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2014-2015.

Fraustro fæddist í Mexíkó City, Mexíkó þann 14. júní 1982 og er því 32 ára.

Hann gerðist atvinnumaður í golfi árið 2006.

Fraustro býr í Chihuahua vegna þess að fjöskylda hans fluttist þanngað þegar hann var 4.

Fraustro er mjög duglegur á Twitter og Facebook og heldur sambandi við vaxandi hóp aðdáenda sinna, þannig. Komast má á Twitter síðu Fraustro me því að SMELLA HÉR:

Sem stendur er Fraustro nr. 566 á heimslistanum.

Nú á s.l. keppnistímabili 2013-2014 keppti Fraustro í 22 mótum á Web.com Tour.  Hann varð tvívegis meðal efstu 5 og fimm sinnum meðal efstu 25 en það var nóg til þess að koma honum í 61. sæti peningalista Web.com og þar með hlaut hann þátttökurétt í Web.com Tour Finals.