Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2014 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Nick Taylor (15/50)

Nick Taylor er sá 37.  af 50 sem hlutu kortin sín á PGA Tour fyrir keppnistímabilið 2014-2015.

Kanadamaðurinn Nick Taylor er fæddur 17 apríl 1988 í Winnipeg, Manitoba og því 26 ára.  Hann ólst upp í Abbotsford, British Colombía.  Heimavöllurinn er í Ledgeview Golf and Country Club. Taylor pilaði í bandaríska háskólagolfinu og útskrifaðist frá   University of Washington,og sigraði á Canadian Amateur Championship árið 2007.

Árið 2008 komst Taylor í gegnum úrtökumót fyrir Opna bandaríska þar sem aðeins munaði 3 höggum að hann kæmist í gengum niðurskurð.  Hann varð T-53 í RBC Canadian Open árið 2008.  Taylor náði aftur inn á Opna bandaríska 2009 þegar spilað var á Bethpage Black, í New York og í þetta sinn náði hann gegnum niðurskurð, eftir hring upp á 65 högg á 2. hring.  Hann hlaut verðlaun fyrir að vera besti áhugamaðurinn í sögu risamótsins.  Hann varð síðan T-36 og var  áhugamaðurinn með  lægsta skorið í því móti.

Taylor var um tíma í efsta sæti á áhugamannaheimslistanum (ens. R&A World Amateur Golf Ranking). Í september 2009, vann Taylor, Mark H. McCormack medalíuna fyri að vera á toppi heimslista áhugamanna (ens. World Amateur Golf Ranking) eftir US Amateur mótið.

Taylor gerðist atvinnumaður seint á árinu 2010.  Hann spilaði á Web.com Tour 2014 eftir að hafa áunnið sér kortið í gegnum Q-school. Hann varð í 37. sæti á Web.com Tour finals og vann sér eins og segir inn keppnisrétt á PGA Tour 2014-2015.

Hér má lesa ýmsar aðrar upplýsingar um Taylor:

Taylor var í Yale Secondary School í Abbotsford, British Columbia.

Eldri bróðir Nick Taylor, Josh, spilaði golf með UTEP.

Fyrsta golfminning Nick Taylor er að spila á Fiji  á Aaron Baddeley Championship.

Ef Nick væri ekki atvinnukylfingur, myndi hann gjarnan vilja vera golfþjálfari í háskóla.

Nick var valinn til þess að bera Ólympíukyndilinn á Vetrarólympíuleikunum í Vancouver, Kanada.

Uppáhaldsgolfvöllur Nick af þeim sem hann hefir spilað er Sahalee CC

Uppáhaldslið Nick þegar hann var krakki voru Toronto Blue Jays. Nú er hann mikill aðdáandi Seattle Seahawks.

Uppáhaldssjónvarpsþáttur Nick Taylor er „Criminal Minds“ og uppáhaldskvikmynd: „The Shawshank Redemption.“

Uppáhaldsskemmtikraftur eru OneRepublic.

Uppáhaldsbók Nick Taylor er: „The Perks of Being a Wallflower.“

Uppáhaldsmaturinn eru Froot Loops.

Uppáhaldsíþróttamenn Nick Taylor eru:  Roger Federer, Peyton Manning og Michael Jordan.

Uppáhaldsborg Nick Taylor er: Vancouver, Kanada.

Uppáhaldsverkfæri Nick Taylor er: fjarlægðarmælirinn.

Nick Taylor myndi vilja skipta um hlutverk í 1 dag við Bandaríkjaforseta til þess að geta lesið „The Book of Secrets“

Í draumaholli Nick Taylor myndu auk hans sjálfs vera: Ben Hogan, Moe Norman og Buddha.

Það eru ekki margir sem vita það um Nick Taylor að hann fór á tónleika með Backstreet Boys 2009

Meðal þess sem Taylor langar til þess að gera í lífinu er að sjá Kínamúrinn og egypsku píramídanna.

Góðgerðarmál sem Nick Taylor styrkir er:  The First Tee

Ef hann ætti val um að birtast á forsíðu hvaða tímarits sem væri, þá myndi það vera Time  „vegna þess að það þýðir að ég hefði gert eitthvað merkilegt utan golfsins.“

Ef hann mætti ráða lagi sem spilað væri fyrir hann á 1. teig í golfmóti myndi það ver „the „Rudy“ theme song

Twitter heimilisfang Nick Taylor er:  @ntaylorgolf59.