Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2014 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Mark Hubbard (18/50)

Mark Hubbard var sá 34. til þess að fá kortið sitt á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015.

Mark Hubbard fæddist í Denver, Colorado 24. maí 1989 og er því 25 ára.

Hubbard lék golf með San Jose State University (SJSU) og útskrifaðist með gráðu í viðskiptafræði (ens. business management) 2012.

Hubbard býr enn í dag í San Jose, Kaliforníu.

Hér má sjá nokkra punkta um Hubbard:

Hubbard á 4 bræður og eina systur.

Hubbard var í Colorado Academy í Denver, Colorado.

Hann var all-state í menntaskóla (ens. high school) bæði í golf og körfubolta.

Fyrsta golfminningin var að slá í bakgarði fjölskyldu sinnar í fjöllunum og framkvæma síðan „páskaeggjaleit“ að þeim til að finna þá.

Hubbard valdi fremur að spila golf en körfubolta („Var ekki nógu hár til þess að spila í NBA“).

Ef Hubbard væri ekki atvinnumaður í golfi myndi hann vilja vera í atvinnumennskunni í körfubolta.

Finnst skemmtilegast fyrir utan golf að vera á skíðum (ens. hell-skiing).

Uppáhaldsgolfvöllur Hubbard, sem hann hefir spilað á er  Cypress Point.

Hubbard líkar við öll lið frá Colorado og fylgist sérstaklega með the San Jose State Spartans.

Uppáhaldssjónvarpsþáttur hans er  „The League“ og uppáhaldskvikmynd „Forgetting Sarah Marshall“.

Uppáhaldsskemmtikraftar eru Lupe Fiasco og Drake.

Uppáhaldsbókin er Mastery.

Uppáhaldsmatur sushi og Kobe Bryant.

Uppáhaldsstaðir í heiminum eru New York og Mexikó.

Hubbard myndi langa til að skipta um hlutverk í einn dag við:  Justin Timberlake.

Í uppáhaldsholli Hubbard væru:  E. Harvie Ward, Walter Hagen og Graeme McDowell.

Meðal þess sem Hubbard langar til þess að gera er að spila á Augusta National, komast í hverja heimsálfu og fara á fílsbak.

Hubbard styður: Hjálpræðisherinn.

Ef spilað væri kynningarlag fyrir Hubbard þegar hann kæmi á 1. teig (líkt og gert er fyrir boxara áður en þeir koma í hringinn) þá myndi það vera  „The Instrumental“ eftir Lupe Fiasco.

Twitter heimilisfang:  @homelessgolf.