Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2014 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Justin Thomas (46/50)

Það var Justin Thomas, sem varð í 5. sæti á Web.com Tour Finals í september s.l. og er því kominn með fullan keppnisrétt á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015.

Litið er á Thomas sem mikils framtíðarmanns í bandarísku golfi – enda miklir golfhæfileikar á ferð þar sem Thomas er.

Justin Thomas fæddist í Louisville, Kentucky, 29. apríl 1993 og er því aðeins 21 árs og sá yngsti sem hlaut kortið sitt á PGA Tour.

Thomas lék í bandaríska háskólagolfinu með golfliði the University of Alabama, þar sem hann vann einstaklingskeppnina 6 sinnum.  Hann spilaði líka í NCAA Division I Championship liðinu árið 2013. Thomas vann m.a. Haskins Award árið 2012 sem besti kylfingurinn í háskólagolfinu. Sem áhugamaður lék  Thomas í   Wyndham Championship á PGA Tour og varð 3. yngsti kylfingurinn til þess að komast í gegnum niðurskuðr á PGA Tour móti aðeins 16 ára, 3 mánaða og 24 daga.

Thomas gerðist atvinnumaður í golfi í fyrra, 2013, aðeins 20 ára og komst strax á Web.com Tour gegnum úrtökumót.

He vann fyrsta mótið sem hann lék í sem atvinnumaður þ.e.  Nationwide Children’s Hospital Championship, nú á þessu ári.

Thomas hefir þrátt fyrir ungan aldur spilað í mörgum PGA Tour mótum en besti árangur hans er  T-10 árangur í Farmers Insurance Open árið 2014.  Nú er Thomas kominn með full keppnisréttindi á PGA Tour og verður spennandi að fylgjast með honum í vetur!