Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2014 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Max Homa (20/50)

Max Homa var nr. 32 til þess að hljóta kortið sitt á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015.

Max Homa fæddist í Burbank, California, 19. nóvember 1990; sonur  John Homa og Bonnie Milstein og er því 23 ára.

Homa útskrifaðist frá Valencia High School árið 2009 og spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði UCLA þ.e. University of California, Berkeley .

Í UCLA var Homa first-team All-American sem efstibekkingur (ens. senior). Árið 2010, náði Homa í fjórðungsúrslit U.S. Amateur áður en hann tapaði fyrir þeim sem átti titil að verja liðsfélaga sínum í golfliði UCLA , An Byeong-hun.

Homa keppti sem áhugamðaur í Opna bandaríska risamótinu 2013 og sigraði í einstaklingskeppninni árið 2013 í NCAA Division I Championship. Homa var valinn í bandaríska liðið sem tók þátt í  Walker Cup og gerðist atvinnumaður í golfi í kjölfarið í fyrra, 2013.

Í október 2013, varð Homa  T-9 á Frys.com Open, sem var fyrsta PGA Tour mótið sem hann spilaði í sem atvinnumaður.  Í desember 2013 varð hann T-6 í  Web.com Tour qualifying school.

Í mái 2014,sigraði Homa í fyrsta móti sínu sem atvinnumaður en það var BMW Charity Pro-Am. á Web.com Tour.

Keppnistímabilið 2014-2015 er fyrsta keppnistímabil Homa með full spilaréttindi og er Homa því svo sannarlega „nýr strákur“!!!