Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2014 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Heath Slocum (19/50)

Heath Slocum var sá 33. í röðinni til þess að hljóta kortið sitt á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015.

Tyler Heath Slocum fæddist í Baton Rouge, Louisiana 3. febrúar 1974 og varð því 40 ára á árinu.

Hann var í  St. Anthony of Padua Catholic School í  Bunkie, Louisiana frá árinu 1986 (6. bekk) til  ársins 1987 (8. bekk). Slocum lærði að spila golf af pabba sínum Jack. Hann spilaði í samaMilton High School golfliðinu í  Milton, Flórída  eins og PGA Tour leikmaðurinn Boo Weekley, og var síðar í the University of South Alabama í Mobile, Alabama.Meðan hann var nemandi þar vann hann marga titil og var m.a. þrisvar sinnum  All-American. Slocum gerðist atvinnumaður 1996.

Heath og Stella Slocum ásamt dóttur sinni eftir sigurinn á The Barclays

Heath og Stella Slocum ásamt dóttur sinni eftir sigurinn á The Barclays

Atvinnumannsferill Slocum
Slocum hóf feril sinn á Nationwide Tour. Hann var 2. í mótaröðinni til þess að hljóta  „battlefield promotion“ á PGA Tour með því að sigra á 3 Nationwide Tour mótum á sama keppnistímabili, og er aðeins 2. kylfingurinn í sögu Nationwide Tour til þess að klára 72 holur án skolla.  Í nóvember 1997 fékk Slocum sáraristilbólgu (ens. ulcerative colitis) sem olli þyngdartapi hjá þessum þegar mjóa manni upp á 28 pund (þ.e. 13 kíló) þ.e. Slocum fór úr 150 pundum (68 kílóum)  í 122 pund (55 kíló),  sem gerði það að verkum að hann gat ekki spilað í 1 1/2 ár.  The Crohn’s & Colitis Foundation of America útnefndi Slocum talsmann sinn, til þess að hjálpa til við að vekja aðthygli á ulcerative colitis and Crohn’s disease og öðrum bólgusjúkdómum í meltingarvegi.

Slocum komst á  PGA Tour árið 2001 og hefir sigrað 4 sinnum á mótaröðinni.  Fyrsti sigurinn kom árið 2004 á Chrysler Classic of Tucson. Annar sigurinn kom ári síðar, 2005, á the Southern Farm Bureau Classic. Besti árangur Slocum í risamóti er T-9 á Opna bandaríska árið 2008 og hann hefir verið á top-100 á heimslistanum.

Slocum keppti f.h. Bandaríkjanna í heimsbikarnum 2007 ásamt Boo Weekley. Þeir tveir höfnuðu í 2. sæti eftir að hafa tapað í bráðabana fyrir liðstvennd Skotlands.

Slocum rétt komst í FedEx Cup Playoffs 2009; hann varð í  124. sæti á stigalistanum eftir eftir hefðbundið keppnistímabil af 125 kependum.  Í fyrsta móti umspilsins   The Barclays í Liberty National Golf Club í  New Jersey, vann hann með 1 höggi, þegar hann setti niður 7 metra pútt á síðustu holunni og spilaði eins og segir 1 höggi betur en  Ernie Els, Pádraig Harrington, Steve Stricker, og Tiger Woods . Þetta var 3. sigur Slocum á túrnum og með honum komst Slocum úr 121. sæti FedEx Cup stigalistans í 3. sætið og eins vann hann sér inn $1,350,000, en það meira en tvöfaldaði vinningsfé hans árið 2009. Slocum lauk keppni í 8. sæti á FedEx Cup stigalistanum það árið.

Árið 2010 var stöðugt ár hjá Slocum. Meginpart keppnistímabilsins var hann fjórum sinnum meðal efstu 10 í mótum; þ.á.m. var hann T-4 á The Players Championship. Slocum varð í 46. sæti á the FedEx Cup. Síðan lauk Slocum árið með stæl með sigri á the Fall Series, þegar hann sigraði á McGladrey Classic, en þetta var í fyrsta sinn sem mótið var haldið. Slocum náði að hrista Bill Haas af sér og átti 1 högg á hann og vann þar með 4. titil sinn á PGA Tour.

Slocum var ekki á meðal 10 efstu í neinu móti á PGA Tour árið 2011. Hann varð hins vegar í 12. sæti á Arnold Palmer Invitational, 11. sæti á Opna bandaríska risamótinu, í 15. sæti á  the McGladrey Classic og í  20. sæti á the Children’s Miracle Network Hospitals Classic, þannig að hann náði að halda sér á túrnum.  Árið 2012 varð hann þvívegis meðal efstu 25. í mótum og náði ekki að halda PGA Tour kortinu sínu.  Hann varð að taka þátt í Q-school og munaði örlitlu að honum tækist að endurnýja það.

Árið 2013, skipti Slocum því tíma sínum milli þess að spila á Web.com Tour og PGA Tour og gekk illa á báðum mótaröðum.  Hann rétt náði að koma sér inn á p Web.com Tour Finals 2013, þar sem hann varð í 8. sæti á the Chiquita Classic og í  17. sæti á  the Nationwide Children’s Hospital Championship og Web.com Tour Championship, og var því aftur kominn á PGA Tour 2014. Á því ári (2014) var besti árangur hans 4. sætið á Wyndham Championship en var aðeins með 3 topp-25 árangra og varð aftur að spila á the Web.com Tour Finals og var eins og segir í 33. sæti þeirra sem náðu að fá kortið á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015.