Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2014 | 11:45

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Derek Fathauer (49/50)

Nú á bara eftir að kynna 2 af 50 strákum sem hlutu kortin sín á PGA Tour fyrir keppnistímabilið 2014-2015 og Golf 1 hefir verið að kynna undanfarna mánuði frá því úrslit lágu fyrir 21. september 2014: Derek Fathauer, sem varð í 2. sæti á Web.com Finals og sigurvegara mótsins Adam Hadwin og verða þeir nú kynntir  í lok þessa árs.

Nokkuð merkilegt er að þeir báðir Fathauer og Hadwin léku í bandaríska háskólagolfinu með skólaliði University of Louisville, í Kentucky.

Fathauer er 28 ára en Hadwin 26 ára.

Byrjum á Fathauer / Hadwin verður kynntur í blálok þessa árs, á morgun Gamlársdag.

Derek Fathauer fæddist 20. janúar 1986 í Stuart, Flórída og er því 28 ára.

Fathauer var í  Martin County (Fla.) High School þ.e. menntaskóla og eftir menntaskólann var hann eins og segir í 4 ár í University of Louisville, Kentucky,  þar sem hann lék með skólaliðinu. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2009 og lék eftir það á ýmsum smærri mótaröðum.

Derek á tvíburabróður Daryl, sem m.a. var kylfusveinn hans á úrtökumóti Web.com Tour 2013.

Aðspurður hvers vegna hann tæki golfið fram yfir aðrar íþróttir svarar Derek því til að hann spyrji sig þessarar spurningar á hverjum degi.

Meðal hjátrúar Derek Fathauer er að hann er alltaf með 5 tí í vasanum.

Uppáhaldsíþróttalið hans í Bandaríkjunum eru: Louisville Cardinals, Miami Dolphins og Boston Celtic.

Uppáhaldssjónvarpsþáttur hans er „Eastbound and Down“

Uppáhaldskvikmyndir hans eru „Training Day“ og „Super Bad.“

Uppáhaldsskemmtikraftur Derek er „Machine Gun Kelly.

Uppáhaldsírþróttamaður Derek Fathauer er Kevin Durant.

Ef Derek Fathauer gæti skipt um hlutverk við hvern sem er í 1 dag í lífinu segist hann munu vilja skipta um hlutverk við tvíburabróður sinn Daryl.

Draumaholl Derek Fathauer er hann sjálfur: Ed Bassmaster, Peter Kessler og Jack Hamm

Lífsmottó-ið er: „Að verða í 2. sæti er að verða síðastur“  (Nokkuð skondið af því að hann varð í 2. sæti í Web.com Finals!)

Ef Derek Fathauer gæti valið sér lag sem spilað yrði meðan hann færi á 1. teig myndi það vera „Like a Virgin“ með Madonnu.