Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2014 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: David Lingmerth (35/50)

Sænski kylfingurinn David Lingmerth var sá 17. af 50 til þess að hljóta kortið sitt á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015.

David Lingmerth fæddist í Tranas, Svíþjóð, 22. júlí 1987 og er því 27 ára.  Hann á tvo yngri bræður sem eru í íshokkí og eina systur sem spilar fótbolta.

Lingmerth spilaði í bandaríska háskólagolfinu með University of West Florida (í 1 ár) og University of Arkansas (í 3 ár) og þar var hann two-time All American. Hann vann 1 móti í West Flórída og annað í Arkansas. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2010.

Lingmerth lék á Web.com Tour fyrsta keppnistímabilið sitt þ.e. 2011.  Hann náði góðum árangri varð m.a. tvisvar í 3. sæti og var 5 sinnum meðal 10 efstu en missti af því að vinna sér inn kortið sitt á PGA Tour (munaði aðeins 2 sætum skv. peningalistanum þ.e. David Lingmerth varð í 27. sæti en efstu 25 fengu PGA Tour kortin sín).  Hann spilaði því í Q-school PGA Tour, en náði ekki einu sinni að verða meðal efstu 100.

Lingmerth hélt því áfram að spila á Web.com Tour árið 2012 og eftir að tapa í bráðabana fyrr á árinu vann hann fyrsta mót sitt sem atvinnumaður þ.e. the Neediest Kids Championship í október. Hann átti 1 högg á núverandi PGA Tour nýliðanum Casey Wittenberg, sem var einmitt spilafélagi Tiger á The Players.  Í þetta sinn varð Lingmerth í 10. sæti á peningalistanum og hlaut kortið sitt á PGA Tour fyrir keppnistímabilið 2013.

Í aðeins 2. móti sínu á PGA Tour varð Lingmerth í T-2 á Humana Challenge eftir að tapa í þriggja manna bráðabana. Hann átti m.a. hring upp á 10 undir pari, 62 högg þ.e. á lokahringnum og fór því í bráðabanann ásamt þeim Brian Gayog Charles Howell III.  Lingmerth datt út á 1. holu bráðabanans eftir að 2. högg hans á par-5 18. holunni lenti í vatni.

Frændi David, Göran Lingmerth, spilaði í bandaríska fótboltanum með liði  Cleveland Browns í NFL (skammstöfun á: National Football League).

Ýmis önnur atriði varðandi Lingmerth:

Meðal hjátrúar hans í golfinu er að nota aldrei bolta merkta nr. 2 í keppnum.

Uppáhaldsmatur Lingmerth er allt það sem mamma hans eldar.

Alex Ovechkin er uppáhaldsíþróttamaður hans.

Arkansas Razorbacks er uppáhalds háskólalið Lingmerth en Washington Capitals er uppáhaldsatvinnumannalið hans.

Lingmerth finnst gaman að horfa á ESPN.

Robert Gustafsson er uppáhaldsskemmtikraftur Lingmerth.

Meðal þess sem ekki margir vita um Lingmerth er að hann getur spilað á trommur.

Það sem hann langar til að gera í framtíðinni er m.a. fallhlífarstökk.

Loks mætti geta að draumaholl Lingmerth eru auk hans sjálfs, pabbi hans, frændi og afi.