Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Byron Smith (9/50)
Byron Smith varð nr. 42 af þeim 50 sem fengu kortin sín eftir Web.com finals fyrir viku síðan.
Smith er fæddur 31. mars 1981 í Palm Springs, Kaliforníu og því 33 ára. Hann spilaði með golfliði Pepperdine University í bandaríska háskólagolfinu.
Hann spilaði ekki með háskólaliðinu síðustu 2 árin af því að hann ákvað að gerast atvinnumaður í golfi 2001 og hætti í háskóla.
Smith spilaði fyrst á kanadíska PGA túrnum árið 2005 en vakti í raun enga athygli fyrr en 2007, þegar hann vann 2 sinnum og var með 5 topp-10 árangra og yfir $89,000 í verðlaunafé. Byron Smith varð sem sagt í 1. sæti á peningalistanum og hlaut hann fyrir það keppnisrétt í 5 ár á kanadaíska PGA.
Árið 2008 var Smith slæmt; hann vann ekki íneinu móti en það næsta 2009 var betra en þá sigraði hann á 3. móti sínu á kanadíska túrnum the Times Colonist Open.
Byron Smith hefir líka spilað á the Hooters Tour þar sem hann varð meðal efstu 10 á peningalistanum 2004. Hann tapaði í bráðabana á Spanos Tour á árinu 2005.
Smith spilaði á Web.com Tour árið 2014 og vann þar sinn fyrsta sigur á mótaröðinni þ.e. the Rex Hospital Open. Keppnistímabilið 2014-2015 á PGA Tour, sem hefst í næstu viku er Byron Smith því með!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
