Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2014 | 19:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Jim Herman (37/50)

Jim Herman var nr. 15 af 50 til þess að hljóta kortið sitt á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015.

James Robert Herman fæddist 5. nóvember 1977 í Cincinnati, Ohio og því 37 ára.  Hann spilaði golf í St. Xavier High School og útskrifaðist þaðan 1996.

Herman spilaði síðan í bandaríska háskólagolfinu með golfliði the University of Cincinnati. Herman gerðist síðan atvinnumaður í golfi árið 2000.

Fyrst spilaði Herman á minni mótaröðum í Bandaríkjunum þ.e. Golden Bear Tour frá árinu 2001 til ársins 2004.

Síðan gerðist Herman aðstoðargolfþjálfari í mismunandi golfklúbbum áður en hann komst á Nationwide Tour eftir að verða T-74 í PGA Tour Qualifying Tournament árið 2007.

Herman hefir síðan spilað á Nationwide Tour frá árinu 2008 og sigraði m.a. einu sinni árið 2010 í Moonah Classic í Ástralíu.

Herman var nýliði á PGA Tour árið 2011, eftir að verða í 19. sæti á peningalista Nationwide Tour (nú Web.com Tour.

Hann spilaði m.a. í Opna bandaríska risamótinu árið 2010 og varð í 47. sæti, sem til dagsins í dag er besti árangur hans í risamótum.