Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2014 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Bill Lunde (7/50)

Bill Lunde varð í 44. sæti yfir þá sem komust inn á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015.

William Jeremiah (þ.e. Bill) Lunde er fæddur 18. nóvember 1975 í San Diego, Kaliforníu.

Hann spilaði með liði the University of Nevada, í Las Vegas og var hluti af  liði Nevada háskóla sem sigraði  NCAA Championship 1998, en það sama ár gerðist hann atvinnumaður í golfi. .

Lunde spilaði á forvera Web.com Tour;  the Nationwide Tour á árunum 2004, 2005, og 2008.

Eftir ár á Nationwide Tour ætlaði Lunde að gefa golfið upp á bátinn og tók sér árs frí og vann sme sölumaður hjá Las Vegas Founders, en það er fyrirtæki sem sá um leiki á PGA Tour í  Las Vegas

Síðan reyndi Lundi líka fyrir sér sem sölumaður fasteigna.

Lunde hóf aftur að keppa í golfi á Butch Harmon Vegas Tour, þar sem hann ávann sér rétt til þess að spila að nýju á Nationwide Tour árið 2008. Þetta ár, 2008 sigraði hann á Nationwide Children’s Hospital Invitational og varð í 5. sæti á peningalista Nationwide Tour og vann sér því í 1. skiptið inn kortið sitt á PGA Tour fyrir keppnistímabilið 2009.

Á árinu 2010 sigraði Lundi í fyrsta PGA Tour móti sínu til dagsins í dag – the Turning Stone Resort Championship.

Lunde hefir einnig spilað á þó nokkrum minni mótaröðum á ferli sínum