Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2014 | 17:30

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Alex Čejka (34/50)

Alexander Čejka er sá 18. af 50 til þess að hljóta kortið sitt á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015.

Alexander Čejka fæddist 2. desember 1970 í Mariánské Lázně, í gömlu Tékkóslóvakíu og er því 41 árs í dag.

Čejka fór frá Tékkóslóvakíu með foreldrum sínum 9 ára gamall og bjuggu þau í München í Þýskalandi í mörg ár áður en þau 3 ákváðu að gerast þýskir ríkisborgarar.

Čejka býr í dag í Las Vegas, Nevada en á annað heimili í Prag.

Čejka gerðist atvinnumaður 1989 aog spilaði á Evróputúrnum á árunum 1992 – 2002. Stærsti sigur hans til dagsins í dag er sigur hans á Volvo Masters á Valderrama árið 1995.  Þetta árið varð hann í 6. sæti á peningalista Evróputúrsins.  Frá árinu 2003 hefir Čejka aðallega spilað á PGA Tour.  Árið 2003 komst hann svo hátt sem að verða nr. 33 á heimslistanum.

Eftirminnilegur er leikur  Čejka á Players Championship árið 2009.  Eftir hringi upp á 66 67 og 72 var hann með 5 högga forskot fyrir lokahringinn.  Hann var hins vegar á 42 höggum fyrri 9 og lauk lokahringnum á 79 höggum og var 8 höggum á eftir sigurvegaranum Henrik Stenson.

Čejka hefir verið fulltrúi Þjóðverja á the Omega Mission Hills World Cup 11 sinnum, síðast árið 2011 í Mission Hills, Haikou á Hainan eyju í Kína,  þar sem hann var í liði með Martin Kaymer og þeir urðu T-2, tveimur höggum á eftir sigurliði Bandaríkjanna sem samanstóð af  Matt Kuchar og Gary Woodland. Čejka hefir spilað með Kaymer í síðustu 4 heimsmótum f.h. Þjóðverja.