Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2014 | 19:30

Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Michael Putnam (25/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá síðasti af strákunum heppnu 25, þ.e. sá sem sigraði, þ.e. varð efstur á peningalistanum, varð í  1. sæti, keppnistímabilið 2013, en það er  Michael Putnam. 

Putnam  tók  þátt í Web.com Tour Finals eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu og sigraði aftur þ.e. varð í 1. sæti, tók alslemm og gat í raun ekkert gert annað en jafnað frábæran 1. sætis árangur sinn.

Michael Putnam fæddist í Tacoma, Washington-ríki,  1. júní 1983 og er því 31 árs.

Putnam var í Pepperdine háskóla og spilaði golf með golfliði skólans í 4 ár, þar til hann útskrifaðist með gráðu í viðskiptafræði árið 2005.

Hann hefir spilað á Nationawide (nú Web.com) Tour frá árinu 2006 þ.e. í 8 ár, með hléum þegar honum hefir gengið nógu vel til að krækja sér í kortið eftirsótta á PGA Tour.  Hann átti 2, 2. sætis árangra þ.á.m. einn leik þar sem hann tapaði í bráðabana á Rheem Classic mótinu.  Putnam varð í 17. sæti á peningalistanum og vann sér þar með fyrst inn kortið sitt á PGA Tour árið 2007.  Hann varð það ár í 158. sæti á peningalistanum og spilaði því aftur á Nationwide Tour 2008.  Hann spilaði þar, þart til árið 2010 þegar hann varð 24. á peningalistanum og fékk aftur kortið sitt á PGA Tour fyrir keppnistímabilið 2011.  Aftur varð Putnam neðarlega á peningalistanum eða í 153. sæti og varð að spila aftur á Nationwide Tour til 2012 þegar nafninu á mótaröðinni var breytt í Web.com Tour.  Á þeirri mótaröð vann hann þ.e. varð í 1. sæti peningalistans og er nú aftur á PGA Tour eftir að hafa verið valinn leikmaður ársins á Web.com.

Á 2013 keppnistímabilin spilaði Michael með bróður sinn Joel á pokanum. Yngri bróðir Michael, Andrew, var líka á túrnum, en hann varð í 49. sæti á peningalistanum.

Alls á Putnam að baki 3 sigra á PGA, einn á Nationwide Tour 2010 á Utah Open og síðan tvo árið 2013 á Web.com Tour í Mexico Championship og Mid-Atlantic Championship.

Besti árangur Putnam í risamóti er T-45 á Opna bandaríska 2011.  Hann náði ekki niðurskurði í Opna breska 2007 en hefir ekki spilað í hinum tveimur risamótunum.