Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2014 | 19:30

Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Matt Bettencourt (10/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 16. sæti, en það er  Matt Bettencourt

Bettencourt lék eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu og varð í 48. sæti, þ.e. bætti stöðu sína ekki.

Matt Bettencourt fæddist 12. apríl 1975 í Alameda, Kaliforníu og er því 39 ára. Í dag býr hann í Duncan, Norður-Karólínu.   Bettencourt gerðist atvinnumaður í golfi 2001 eftir að hafa útskrifast frá Modesto Junior College.

Alls hefir Bettencourt sigrað 6 sinnum á atvinnumannsferli sínum, 1 sinni á PGA Tour og 2 sinnum á Nationwide Tour (fyrirrennara Web.com Tour).

Árið 2008 vann Bettencourt tvisvar á Nationwide Tour; þ.e. Oregon Classic í september og einum og hálfum mánuði síðan á Nationwide Tour Championship á TPC Craig Ranch..

Annar sigurinn varð til þess að hann varð í 1. sæti peningalista Nationwide tour og hlaut kortið sitt í fyrsta sinn á PGA Tour 2009. Hann varð í 111. sæti á peningalista PGA tour 2009 og hélt kortinu sínu fyrir 2010 keppnistímabilið.  Það ár vann hann fyrsta og eina sigur sinn á PGA Tour til þess þ.e. Reno-Tahoe Open, átti 1 högg á Bob Heintz eftir að Heintz missti 3.5 feta (1.1 m) fuglapútt á 72. holunni. Þessi sigur tryggði Bettencourt kortið á PGA Tour til loka ársins 2012, en á þeim tíma náði hann aðeins 14 niðurskurðum í 32 spilum mótum.

Árið 2013 spilaði Bettencourt bæði á Web.com Tour og PGA Tour og náði eins og segir 16. sætinu á peningalista Web.com Tour sem varð til þess að hann spilar nú enn á ný á PGA Tour.