Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2014 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Jim Renner (9/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 17. sæti, en það er  Jim Renner

Renner lék eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu og varð í 44. sæti, þ.e. bætti stöðu sína ekki.

Jim Renner fæddist 31. október 1983 í Boston, Massachusetts og er því 30 ára. Hann lék  í bandaríska háskólagolfinu með golfliðum University of Oklahoma og Johnson&Wales University, í Flórída og útskrifaðist 2007 með gráðu í skemmtana- og íþróttafræði (ens. Sports/Entertainment).

Helstu sigrar á árinu 2008 voru: Massachusetts Open, Vermont Open, Rhode Island Open og 2009: Maine Open.

Renner lék fyrst á Hooters túrnum árið 2010 og sigraði það ár á Sunset Hills NGA Classic en var kominn á PGA Tour árið 2011, en það var í fyrsta sinn sem hann hlaut kortið sitt á PGA Tour.  Hann náði aðeins niðurskurði í 11 tilvikum af 22 mótum sem hann tók þátt í og árið 2012 var hann kominn á Web.com Tour.  Þar spilaði hann 2012 og 2013 þar til hann hlaut kortið sitt á PGA Tour að nýju eftir að hafa orðið í 17. sæti á peningalistanum.

Jim Renner

Jim Renner

Ýmsir fróðleiksmolar um Renner:

Systir Renner, Libby, var í sundliði Roger Williams University.

Meðal hápunkta Renner í golfinu var að sigra á  Massachusetts Amateur Championship árið 2001.

Uppáhaldsgolfvöllur Renner er Oakmont en sá völlur sem hann myndi mest langa til þess að spila er Pebble Beach.

Renner ferðast aldrei án headphona sinna.

Uppáhaldsíþróttalið í bandarísku háskólaíþróttunum eru lið University of Oklahoma.

Uppáhaldsatvinnumanna íþróttamannalið Renner eru  New England Patriots.

Uppáhaldssjónvarpsþáttur Renner er „Seinfeld.“  en uppáhaldskvikmyndin er „Jaws.“

Uppáhaldsmatur hans er  filet og sushi.

Uppáhaldsíþróttamaður hans er Tom Brady.

Í draumaholli Renner myndu vera hann sjálfur og ….. pabbi hans, Tom Brady og Adam Sandler.