Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Jamie Lovemark (14/25)
Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 12. sæti, en það er Jamie Lovemark.
Lovemark lék eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu og varð í 39. sæti, (af 50) og bætti því stöðu sína ekkert
Jamie Lovemark fæddist 23. janúar 1988 í Rancho, Santa Fe, Kaliforníu og er því 25 ára. Hann var í Torrey Pines menntaskólanum.
Áhugamannsferill
Árið 2005 sigraði Lovemark Western Amateur og hlaut því sérstaka undanþágu á the Cialis Western Open, þar sem hann varð T54. Árið 2007 spilaði Lovemark líka í Walker liði Bandaríkjanna. Lovemark er tvöfaldur AJGA All-American, árin 2004 og 2005. Árið 2004 vann hann bæði AJGA Rolex Tournament of Champions og Western Junior, en mótin fóru fram viku eftir viku.
Lovemark var í bandaríska háskólagolfinu en hann spilaði með golfliði University of Southern California og náði frábærum árangri þar. Hann var tvisvar first-team All-American. Hann varð 3 sinnum meðal efstu 10 í einstaklingshluta móta og forgjöf hans var í scatchi. Á 2. ári sínu í háskóla náði hann einhverjum glæstasta árangri sínum. Hann vann NCAA Individual title. Hann hlaut líka Arnold Palmer, Jack Nicklaus og Phil Mickelson viðurkenningarnar fyrir að sigra í einstaklingshluta móta, var valinn leikmaðurinn ársins í ríkinu og hlaut Haskins Award sem besti nýliðinn.
Lovemark spilaði á tveimur Nationwide Tour mótum árið 2007,en tapaði í bráðabana á Rochester Area Charities Showdown í Somerby.
Lovemark var nr. 1 á heimslista áhugamanna í nokkrar vikur árið 2007.
Atvinnumannsferlill
Í október 2009, hlaut Lovemark sérstakt boð á Frys.com Open.Þetta var aðeins í 9. sinn sem hann spilaði á PGA Tour event og aðeins í 4. sinn sem hann spilaði á mótaröðinni sem atvinnumaður. Hann og Troy Matteson deildu efsta sætinu ásamt Rickie Fowler. Lovemark og Fowler urðu að lúta í lægra haldi á 2. holu bráðabanans þegar Matteson náði fugli. Lovemark vann sér inn $440,000 fyrir 2. sætið, sem hann deildi með Fowler.
Lovemark byrjaði að spila á Nationwide Tour með full keppnisréttindi árið 2010. Hann vann fyrsta mótið sitt Mexico Open Bicentenary, vann B. J. Staten í bráðabana eftir að hann náði erni á 1. holu bráðabanans, meðan Staten var „aðeins“ á pari. Lovemark var í 1. sæti á peningalista Nationwide Tour árið 2010,og vann sér þannig inn kortið sitt á PGA Tour card. Hann var einnig valinn leikmaður ársins á mótaröðinni.
Árið 2011 gekk ekki svo vel hjá Lovemark. Hann komst ekki í gegnum niðurskurð í 3 af 4 fyrstu mótunum sem hann tók þátt í. Besti árangurinn var T58 á the Farmers Insurance Open og síðan dró Lovemark sig úr AT&T Pebble Beach National Pro-Am vegna bakmeiðsla. Lovemark náði aðeins tvisvar að komast í gegnum niðurskurð í 9 mótum og eftir að draga sig úr The Players Championship (en hann hlaut keppnisrétt þar fyrir að vera í 1. sæti á peningalista Nationwide Tour), þá sótti hann um undanþágu til að spila 2012 vegna veikinda. Árið 2012, hlaut Lovemark keppnisrétt í 16 mótum af PGA Tour en hann gat ekki spilað vegna veikinda og missti því kortið sitt.
Lovemark sneri aftur á Web.com Tour árið 2013 og vann 1 mót: the Midwest Classic í júlí. Hann lauk keppni á Web.com í 12. sæti á peningalistanum og nú er þann því aftur kominn á PGA Tour keppnistímabilið 2013-2014.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024


