Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Daníel Chopra (5/25)
Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 21. sæti, en það er sænsk-indverski kylfingurinn Daníel Chopra.
Chorpa lék eins og efstu 25 af peningalista Web.com Tour á Web.com Tour Finals, um stöðu og varð hann í 41. sæti og hlaut ekki aukinn status við að taka þátt í því móti. Í báðum tilvikum rétt slapp hann inn á PGA Tour og hefir ekkert gengið sérlega vel frá upphafi 2013-2014 tímabilsins, þ.e. október á s.l. ári.
Daníel Samir Chopra fæddist 23. desember 1973 í Stokkhólmi og varð því 40 ára á s.l. ári. Hann á sænska móður og indverskan föður og fluttist 7 ára til Indlands, þar sem hann ólst upp hjá föðurforeldrum sínum. 14 ára sigraði hann All-India Junior Golf Championship. Árið 1992 gerðist Chopra atvinnumaður í golfi. Á árunum 1996 til 2002 spilaði hann á Evróputúrnum og náði stundum ekki að endurnýja kortið sitt, en árið 2004 komst hann á PGA Tour.
Árið 2007 vann hann fyrsta mót sitt á PGA Tour þ.e Ginn sur Mer Classic í Tesoro. Eftir tvö önnur PGA Tour mót náði hann að sigra að nýju á PGA Tour nú á Mercedes-Benz Championship, þ.e. í 1. sinn sem mótið var haldið. Eftir 2. sigur sinn flakkaði Chopra milli PGA Tour og 2. deildarinnar þ.e. Nationwide Tour (nú Web.com Tour).
Eftir erfitt ár 2010 þar sem hann náði aðeins 8 sinnum að komast í gegnum niðurskurð af 28 PGA Tour mótum sem hann spilaði á var hann aftur kominn í 2. deild. Hann vann hins vegar Fresh Express Classic á TPC Stonebrae árið 2011 á Nationwide og hlaut kortið sitt að nýju fyrir 2012 eftir að hafa landað 19. sæti peninglistans. Hann varð hins vegar i 188. sæti peningalistans 2012 og var aftur farinn að spila á Web.com Tour 2013. Þar varð hann í 21. sæti peningalistans og spilar því aftur á PGA Tour árið 2014!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
