Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Alex Aragon (17/25)
Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 9. sæti, en það er Alex Aragon.
Aragon lék eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu og varð í 37. sæti, (af 50) og bætti því stöðu sína ekkert.
Alex Aragon fæddist 11. mars 1979 í Mexico City í Mexico og er því 35 ára. Aragon byrjaði í golfi vegna þess að pabbi hans, Enrique, „elskar golf meira en nokkur í heiminum elskar golf.“
Aragon var í Torrey Pines menntaskólanum, í Kaliforníu
Aragon spilaði í bandarísku háskólagolfinu með golfliði Stanford University. Yngri systir hans var líka í Stanford. Hann gerðist atvinnumaður eftir útskrift árið 2001, en hann útskrifaðist frá Stanford með gráðu í verkfræði.
Aragon spilaði á Web.com Tour árin 2005, 2009, og 2012–2013. Hann vann fyrsta mótið sitt árið 2012 þ.e. TPC Stonebrae Championship á Web.com Tour. Hann vann síðan annað árið sitt árið 2013 þ.e. WNB Golf Classic en það átti stærstan þátt í að hann varð í 9. sæti á peningalista Web.com og hlaut kortið sitt á PGA Tour.
Aragon spilaði í fyrsta sinn á PGA Tour árið 2006 en þá var besti árangur hans T-27 á 84 Lumber Classic. Aragon spilaði þar áður á minni mótaröðum m.a. Tight Lies Tour árið 2003 og the Gateway Tour árið 2004.
En nú er Alex Aragon kominn á PGA Tour!
Ýmislegt um Aragon:
Hann ferðast aldrei án hnakkapúðans síns.
Í augnablikinu á hann Ford Explore
Uppáhaldsvefsíða hans er espn.com.
Uppáhaldsháskólaliðið hans í Bandaríkjunum eru Stanford Cardinals.
Uppáhaldsatvinnumannaliðið hans er draumahollið hans.
Uppáhaldskvikmyndir Aragon eru „The Princess Bride,“ „Tombstone,“ og „Get Him to the Greek.“
Uppáhaldsborgin hans er Las Vegas.
Uppáhaldstækið hans er iPhone. Uppáhalds app-ið er ESPN Radio…Elsta kylfan í pokanum er 3-tré (6 ára).
Alex Aragon er sem stendur nr. 510 á heimslistanum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

