Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2014 | 16:30

Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Brendon Todd (6/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 20. sæti, en það er  Brendon Todd

 Todd lék eins og efstu 25 af peningalista Web.com Tour á Web.com Tour Finals, um stöðu og varð hann í 12. sæti og bætti því aðeins töðu sína við að taka þátt í því móti.

Brendon Todd fæddist 22. júlí 1985 í Pittsburgh, Pennsylvaníu og er því 28 ára. Todd byrjaði í golfi 5 ára þegar hann fór á völlinn með pabba sínum og eldri bræðrum. Hann útskrifaðist í viðskiptafræði frá University of Georgia 2007, þar sem hann spilaði með golfliðinu í 4 ár. Sama ár, 2007,  gerðist Todd atvinnumaður í golfi.

Fyrst (árið 2008) spilaði Todd á Nationwide Tour (undanfara Web.com Tour) og vann mót þegar á nýliðaári sínu, þ.e. Utah Championship og hann varð því 19. á peningalistanum og hlaut kortið sitt í fyrsta sinn á PGA Tour 2009. Honum gekk vægast sagt illa fyrsta ár sitt og náði aðeins niðurskurði 5 sinnum af 21 móti sem hann spilaði í.

Árið 2011 spilaði Todd því aftur á Nationwide Tour, fór í Q-school í lok árs, þar sem hann varð í 1. sæti og fékk því kortið sitt aftur á PGA Tour.  Hann lauk 2012 keppnistímabilinu í 150. sæti á peningalistanum. Hann hélt því einhverjum spilarétti á PGA Tour 2013 en spilaði aðallega á Web.com Tour í fyrra – með þessum árangri – hann varð 20. á peningalistanum og er nú aftur að spila á PGA Tour og er að eiga besta tímabil sitt til þessa.

Það verður spennandi að sjá hvort Todd heldur sér á túrnum í lok keppnistímabilsins!

Besti árangur Todd sem af er tímabilsins eru T-6 árangrar annars vegar í Humana Challenge og hins vegar í Valero Texas Open. Hann hefir spilað í 16 mótum og komist í gegnum niðurskurð 13 sinnum en aldrei verið ofar en í 6. sæti, eins og segir.

Todd er í 136. sæti heimslistans og í 49. sæti á FedEx Cup listanum. Meðaltalsskor hans er 70.311 högg.

Brendon Todd

Brendon Todd

Ýmsir punktar um Todd:

Todd segir að hápunkturinn í golfinu vera þegar hann fékk ása á sömu holu (nr. 17) hring eftir hring á móti Web.com Tour árið 2009 þ.e. Athens Regional Foundation Classic.

Hápunkturinn í lífi sínu utan golfsins er þegar hann fór í bungee jump þ.e. frjálst fall í teygjubandi 140 metra dýpi niður á við í Nýja-Sjálandi.

Uppáhaldsvefsíðurnar eru spin.com, espn.com, cbssports.com, georgiadogs.com og youtube.com.

Uppáhaldsíþróttalið Todd eru  Georgia Bulldogs, Pittsburgh Steelers og Atlanta Braves.

Meðal uppáhaldssjónvarpsþátta Todd eru „Entourage“ og „Modern Family.“

Uppáhaldskvikmyndir Todd eru  „Gladiator,“ „Rounders“ og „Wedding Crashers.“

Uppáhaldsmatur eru steikur, pízza og Five Guys’ hamborgarar.

Uppáhaldsíþróttamenn Todd eru Roger Federer, hvaða leikmaður Pittsburgh Steelers og þeir sem eru í fantasy ruðningsboltaliði hans.

Uppáhaldsborgir hans eru Las Vegas og Queenstown, í Nýja-Sjálandi.

Twitterfangið hans er: @brendontodd

Uppáhaldstækin hans eru iPad og Kindle

Uppáhaldsöppin eru spin.com, Twitter og ESPN scorecenter

Clif Bars og epli eru meðal þess sem eru í golfpoka hans sem nesti.

Hann er með Georgia Bulldog kylfu cover á einni kylfu sinni

Uppáhaldshollið hans myndi auk honum samanstanda af Jack Nicklaus, Michael Jordan og þjálfara Pittsburgh Steeler Mike Tomlin

Meðal þess sem hann á ógert en langar til að gera er að læra á seglbretti, fara í fallhlífarstökk, sigra í risamóti og klífa Mount Everest.

Uppáhaldsmálsháttur Todd er: „Ef þú gerir allt sem þú getur gert, þá er það alls sem þú getur gert,“ (ens. „If you do all you can do, that’s all you can do“ ) Jim Douglas
Leikfélagi Todd í Raleigh, Norður-Karólínu var Webb Simpson