Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2014 | 10:30

Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Danny Lee (11/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 15. sæti, en það er  Danny Lee

Lee lék eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu og varð í 27. sæti, þ.e. bætti stöðu sína ekki, var fyrir var aðeins fyrir neðan miðju þátttakenda mótsins líkt og hann var af þeim 25 sem áfram komust af peningalistanum.

Danny Jin-Myung Lee fæddist 24. júlí 1990 í Icheon, Suður-Kóreu og er því 23 ára. Lee fluttist til Rotorua, Nýja-Sjálands þegar hann var 8 ára og fékk nýsjálenskan ríkisborgararétt, 2. september 2008. Hann hefir alla tíð frá 8 ára aldri búið á Rotorua og var þar m.a. í  Rotorua Boys’ High School, þaðan sem hann útskrifaðist 18 ára (2008).

Árið 2008 var stórt fyrir Lee en fyrir utan að útskrifast, hljóta nýsjálenskan ríkisborgararétt þá varð hann sá yngsti til þess að sigra  U.S. Amateur Championship í ágúst það ár, en þá var hann 18 ára og 1 mánaðar.

Lee gerðist atvinnumaður eftir þátttöku í The Masters risamótinu 2009. Í framhaldinu gerði Lee ábatasaman auglýsingasamning til 2 ára við Callaway. Árið 2010 spilaði Lee aðallega á Evrópumótaröðinni en reyndi fyrir sér í Q-school PGA í árslok og ávann sér rétt til að spila í 2. deild PGA, þ.e. á Nationwide Tour (nú Web.com Tour).

Árið 2012 var hann búinn að vinna sér inn keppnisrétt bæði á Evrópumótaröðinni og PGA Tour, þó hann segði að aðaláhersla hans yrði á að spila í Bandaríkjunum. Lee náði að komast 13 sinnum í gegnum niðurskurð af 26 mótum, sem hann tók þátt í.

Árið 2013 lék Lee aðallega á Web.com Tour og var besti árangur hans 2. sætið á Rex Hospital Open; en það dugði í 15. sæti peningalistans og því spilar Danny Lee á PGA Tour keppnistímabilið 2014!