Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2012 | 20:30

Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr. 12 – Patrick Sheehan

Patrick Sheehan fæddist 9. ágúst 1969 í Providence, Rhode Island og er því 42 ára. Það var pabbi Patrick sem fékk stráksa til þess að byrja að spila golf. Á uppvaxtarárum sínum á Rhode Island spilaði hann líka hokkí.

Patrick var í University of Hartford og var herbergisfélagi tveggja annarra, sem spila á PGA Tour, Tim Petrovic og Jerry Kelly. Patrick gerðist atvinnumaður í golfi 1992, en hefir aldrei sigrað á PGA Tour. Besti árangur hans í risamóti er T-29 árangur á Opna bandaríska árið 2008.

Sheehan hefir tvívegis sigrað á Nationwide Tour; árið 2002 á Price Cutter Charity Championship og árið 2009 á Athens Regional Foundation Classic.

Uppáhaldsbækur Patrick Sheehan eru eftir Dean Koontz, Roberty McCammon og Lee Child.

Patrick býr í dag í Oviedo, Flórída.

Heimild: Wikipedia og PGA Tour.