Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2023 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA 2023: Ben Taylor (17/50)

Hér verður fram haldið að kynna stuttlega einn þeirra 25 kylfinga, sem hlutu kortið sitt á PGA Tour eftir að hafa orðið í einu af 25 efstu sætum á Korn Ferry Tour eftir reglulega keppnistímabilið 2022.

Sá sem varð í 9. sæti verður kynntur í dag, en það er Ben Taylor.

Ben Taylor fæddist 11. júní 1992 og er því 30 ára. Hann er 1,8 m á hæð og 91 kg.

Fæðingarstaður hans er Epsom, í Bretlandi. Hann ólst upp með foreldrum sínum, Phil og Susanne og eldri systur, Katie. Faðir Ben, er fyrrum PGA kylfingur og á golfæfingasvæði; þar sem föðurbróðir hans Max, sem einnig er PGA kylfingur, kennir á.

Taylor var í Louisiana State University og var 4 ár í bandaríska háskólagolfinu. Hann spilaði áður 2 ár með Nova og er fyrsti kylfingur til þess að sigra á NCAA Championship, bæði með D-1 og D-2 háskólum.

Ben Taylor tók þátt í Arnold Palmer Cup 2013.

Hann á í beltinu sinn sigur á Korn Ferry Tour, 2018.

Lægsta skor hans er 65 á Sony Open, í Hawaii 2023.

Hæst hefir hann orðið í 112. sæti á heimslistanum; eftir gott gengi einmitt á Sony Open.