(Photo by Courtney Culbreath/Getty Images)
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2023 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA 2023: Ben Griffin (18/50)

Ben Griffin fæddist í Chapel Hill í Norður- Karólínu 6. maí 1996 og er því 27 ára.

Hann lék í bandaríska háskólagolfinu með golfliði University of N-Carolina -Chapel Hill.

Eftir útskrift 2018 gerðist Griffin atvinnumaður í golfi.

Hann er einhleypur og býr á St. Simons eyju.

Vegna góðrar frammistöðu á Korn Ferry 2022-2023 (var meðal efstu 50) er hann nú komin á PGA Tour.