Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2022 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA 2023 (4/50): Trevor Cone

Nú verður fram haldið að kynna þá 25 kylfinga, sem hlutu kortið sitt á PGA Tour eftir að hafa orðið í einu af efstu 25 sætunum eftir reglulega tímabilið í 2. deildinni, þ.e. Korn Ferry Tour.

Sá fjórði, sem kynntur verður er Bandaríkjamaðurinn Trevor Cone, en hann varð í 22. sæti.

Trevor Cone fæddist i Charlotte, N-Karólínu, 13. nóvember 1992 og er því 29 ára.

Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Virginia Tech, þaðan sem hann útskrifaðist með gráðu í markaðsfræðum 2015.

Sama ár (2015) gerðist Cone atvinnumaður í golfi.

Hann spilaði fyrst á PGA Tour í Kanada, keppnistímabilið 2016, en var kominn á Korn Ferry 2018.

Cone á tvo sigra í byeltinu á Korn Ferry Tour, 2018 og 2022.

Ýmislegt um Cone:

Ef hann mætti velja sér kynningarlag, sem spilað yrði þegar hann mætti á fyrsta teig myndi það vera Enter Sandman með Metallica.

Uppáhaldslið hans í Bandaríkjunum eru:  Boston Celtics, Boston Red Sox og New England Patriots.

Uppáhaldsborg til þess að verja fríum sínum er að mati Cone, Boston.

Í dag býr Cone í fæðingarborg sinni, Charlotte í N-Karólínu.