Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Nelson Ledesma (14/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals.

Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Scottie Scheffler, með 2935 stig.

Síðan verða kynntir þeir 25 sem komust á PGA Tour gegnum Korn Ferry Tour Finals.

Í dag verður kynntur sá kylfingur, sem varð í 12. sæti eftir reglulega tímabilið, Nelson Ledesma, sem var með 1212 stig á stigalista Korn Ferry Tour.

Nelson Ledesma fæddist 25. júlí 1990 í Tucumán, Argentínu og er því 29 ára.

Hann er  1,78 m á hæð og 96 kg.

Hann kemur frá sama heimabæ og Andres Romero, sem hvatti hann til þess að keppast að því að komast á PGA TOUR.

Ledesma vann fyrir sér sem kylfusveinn við 12 ára aldur og gerðist atvinnumaður 4 árum síðan.

Sérstakt áhugamál Ledesma er fótbolti og er uppáhaldsfélag hans í Argentínu River Plate.
Was introduced to golf as a caddie at age 12 and turned professional four years later.
Soccer is his favorite sport away from golf. Argentine professional sports club River Plate is his favorite team.

Ledesma gerðist atvinnumaður í golfi árið 2007 og spilaði á fyrstu árum sínum sem atvinnumaður mestmegis í s-amerískum mótaröðum.

Ledesma hefir sigrað í 9 mótum á atvinnumótaröðum:

Fyrsti sigur Ledesma sem atvinnumanns í golfi kom á Tour de las Américas 2011, en það var á 2011 Roberto de Vicenzo Classic.

Síðan sigraði Ledesma á:

2011 Abierto Termas de Río Hondo (Arg)
2013 Praderas Grand Prix (Arg)
2014 South Open (Arg), TPG Tour Championship (Arg)
2016 Angel Cabrera Tour Grand Final (Arg)

Hann sigraði í 1 móti á PGA Tour Latinoamérica þ.e. 2017 Abierto OSDE del Centro.

Ledesma hefir sigrað tvívegis á undanförum og á Korn Ferry Tour þ.e. á:

LECOM Health Challenge, þann 8. júlí 2018.  Sigurskorið var 22 undir pari  (68-67-64-67=266).

TPC Colorado Championship, þann 14. júlí 2019. Sigurskorið var 15 undir pari (65-69-69-70=273).

Sigurinn á síðarnefnda mótinu varð til þess að Ledesma er kominn á mótaröð þeirra bestu í heimi, PGA Tour.