Nýju strákarnir á PGA 2020: Mark Hubbard (20/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals.
Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Scottie Scheffler, með 2935 stig.
Síðan verða kynntir þeir 25 sem komust á PGA Tour gegnum Korn Ferry Tour Finals.
Í dag verður kynntur sá kylfingur, sem varð í 6. sæti eftir reglulega tímabilið, Mark Hubbard sem var með 1410 stig á stigalista Korn Ferry Tour.
Mark Hubbard fæddist 24. maí 1989 í Denver, Colorado og er því 30 ára. Hann á 4 bræður og 1 systur.
Fyrsta golfminningin er að hafa verið að slá golfbolta í bakgarði fjölskyldu sinnar í Colorado fjöllum og vera síðan að leita að boltunum.
Hubbard er meðalmaður á hæð þ.e. 1,83 m á hæð og 79 kg.
Hann var á menntaskólaárum sínum í Colorado Academy í Denver, Colorado og var all-state bæði í golfi og körfu- bolta.
Hann valdi golfið yfir körfuboltann („vegna þess að hann var ekki nógu hár til þess að spila í NBA“).
Hubbard spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði San Jose State University og útskrifaðist 2011 með gráðu í viðskiptafræði (ens.: business management).
Hann gerðist atvinnumaður í golfi árið þar á eftir þ.e. 2012.
Árið 2013 var Hubbard á MacKenzie túrnum í Kanda og sigraði 1 sinni þar þ.e. á 2013 Wildfire Invitational.
Árið 2014 var hann kominn á undanfara Korn Ferry Tour og árið 2015 í fyrsta sinn á PGA Tour.
Árið 2019 sigraði hann á Korn Ferry þ.e. á 2019 LECOM Suncoast Classic og það er ástæðan að Hubbard er enn einu sinni kominn á PGA Tour og það keppnistímabilið 2019-2020.
Annað um Hubbard:
* Ef hann væri ekki atvinnukylfingur myndi hann vilja flytja til Bora Bora og opna Tiki bar.
* Hubbard finnst gaman á Heli-skíðum.
* Uppáhaldsgolfvöllur Hubbard er Cypress Point.
* Uppáhaldsíþróttalið eru öll í Colorado, einkum Denver Broncos.
* Uppáhaldssjónvarpsþáttur er „Shameless“; uppáhaldskvikmynd: „Forgetting Sarah Marshall.“
* Uppáhaldsskemmtikraftur er Lupe Siasco og Dermot Kennedy.
* Uppáhaldsbók er Ready Player One.
* Uppáhaldsstaðir í heiminum eru Telluride og Bora Bora.
* Uppáhaldsmatur er Sushi.
* Í draumaholli Hubbard myndu vera: E. Harvie Ward, Walter Hagen og Yohann Benson.
* Meðal þess sem Hubbard langar til að gera þ.e. er á listanum hjá honum yfir ógerða hluti er: að spila á Augusta National, að stíga fæti á allar heimsálfur og að fara á skíði í Evrópu.
* Þau góðgerðarmálefni sem Hubbard leggur til eru Hjálpræðisherinn og First Tee í Colorado.
* Ef hann mætti velja sér lag á 1. tig myndi það vera „The Instrumental“ eftir Lupe Fiasco.
* Hubbar bað kærustu sinnar á 18. braut Pebble Beach eftir 1. hringinn á AT&T Pebble Beach Pro-Am árið 2015.
Helstu áhugamál Hubbard utan golfsins eru tölvuleikir, fara fínt út að borða, vera með vinum og fara á skíði.
Í aðalmyndarglugga: Mark Hubbard eftir að hann sigraði á LECOM Suncoast Classic. Mynd: Matt Sullivan.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
