Nýju strákarnir á PGA 2020: Grayson Murray (40/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals.
Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Korn Ferry Tour Finals og fengu kortin sín þannig.
Í dag verður kynntur sá sem varð í 11. sæti á Korn Ferry Tour Finals en það er Grayson Murray, sem var með 333 stig.
Grayson Murray fæddist 1. október 1993 í Raleigh, N-Karólínu og er því nýorðinn 26 ára.
Murray hóf ungur að keppa í mótum og sigra sbr. eftirfarandi sigra hans á Callaway unglingamótaröðinni:
2006 Callaway Junior World Golf Championship (Strákar 11–12 ára)
2007 Callaway Junior World Golf Championship (Strákar 13–14 ára)
2008 Callaway Junior World Golf Championship (Strákar 13–14 ára)
Á háskólaárum sínum skipti hann oft um skóla þ.e. var í eftirfarandi háskólum og keppti með skólaliðunum í golfi: Wake Forest University, East Carolina University og Arizona State University.
Árið 2013 spilaði Murray í fyrsta sinn í risamóti þ.e. Opna bandaríska en komst ekki í gegnum niðurskurð. Besti árangur hans í risamóti er T-22 á PGA Championship, 2017.
Murray sigraði á undanfara Korn Ferry Tour þ.e. Nationawide Tour 2016 á Nationwide Children’s Hospital Championship.
Þótt Murray sé tiltölulega ungur að árum og ekki sá þekktasti á PGA Tour hefir hann þó þegar sigrað á 1 móti á PGA Tour þ.e. Barbasol Championship, 2017 og má sjá frétt Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR:
Annað um Murray:
* Hann myndi vilja vera golfvallaarkítekt ef hann væri ekki atvinnumaður í golfi.
* Fyrsta golfminningin er þegar hann hitti „kónginn“ Arnold Palmer þegar hann var 9 ára.
* Myndi vilja skipta um hlutverk við Will Ferrell í einn dag svo að hann gæti fengið alla til að hlægja.
* Hann styður „The First Tee of the Triangle“, sem veitir krökkum í heimabæ hans tækifæri á að kynnast golfi.
Í aðalmyndaglugga: Grayson Murray þegar hann sigraði á Barbasol PGA Tour mótinu 2017.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
