Nýju strákarnir á PGA 2020: Doug Ghim (28/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals.
Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour. Nú er aðeins eftir að kynna þá sem urðu efstir á Korn Ferry Tour Finals og fengu kortin sín þannig.
Í dag verður kynntur sá sem varð í 23. sæti Korn Ferry Tour Finals en það er Doug Ghim sem var með 188 stig.
Doug Ghim fæddist 16. apríl 1996 í Des Plaines, Illinois, Bandaríkjunum og er því 23 ára.
Foreldrar hans eru Susan og Jeff Ghim.
Doug Ghim ólst upp í Arlington Heights, Illinois og útskrifaðist frá Buffalo Grove High School.
Árið 2017 varð Ghim í 2. sæti á US Amateur og vann sér þannig inn boð á Masters 2018 og Opna bandaríska.
Hann sigraði líka á Pacific Coast Amateur, árið 2017. Þetta ár (2017) keppti Ghim líka á Palmer Cup og Walker Cup fyrir Bandaríkin og sigraði lið Bandaríkjanna í bæði skiptin.
Í maí 2018 var Ghim hæst rankaði kylfingurinn á heimslista áhugamanna. Á Masters 2018 var Ghim með nokkra erni og vann sér þannig inn tvö pör af kristalls bikurnum. Sem eini áhugamaðurinn til að ná niðurskurði hlaut hann líka verðlaun fyrir það en hann lauk keppni á Masters T-20 á 8 yfir pari, 296 höggum. Þetta er besti árangur hans á risamóti til þessa. Árið 2018 vann Ghim líka Ben Hogan Award, sem veitt er besta háskólakylfingnum. Fyrir Travelers meistaramótið árið 2018 gerðist Ghim atvinnumaður í golfi.
Helstu sigrar Ghim sem áhugamanns:
2010 Junior All-Star At The Rail
2011 Illinois State Junior Amateur, Coca-Cola Junior, McArthur Towel & Sports Future Legends
2014 CB&I Championship at Carlton Woods
2017 UT Longhorn Shootout, Pacific Coast Amateur, Golf Club of Georgia Collegiate, Andeavor Sun Bowl Classic
2018 Big 12 Championship, NCAA Raleigh Regional
Ungur maður á uppleið hér!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
