Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Chris Baker (36/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals.

Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Korn Ferry Tour Finals og fengu kortin sín þannig.

Í dag verður kynntur sá sem varð í 15. sæti á Korn Ferry Tour Finals en það er Chris Baker, sem var með 263 stig.

Chris Baker fæddist 1. mars 1986 í Seymour, Indiana og er því 33 ára.

Baker er 1,83 m á hæð og 75 kg. Hann sigraði 2003 í Indiana High School State Championship.

Síðan lék Baker í bandaríska háskólagolfinu með liði Iowa State University, þar sem hann sigraði m.a. 2007 í The Big Four Tournament.

Baker útskrifaðist úr háskóla 2008 og sama ár gerðist hann atvinnumaður í golfi.

Hann hefir sigrað þrívegis í mótum sem atvinnumaður þar af 1 sinni á Áskorendamótaröðinni (ens.: Challenge Tour), The Moroccan Golf Classic 20. júní 2010.

Hin mótin sem Baker hefir sigrað í sem atvinnumaður eru:

2009 NGA Hooters Tour Classic at Quail Crossing (á NGA Hooters Tour)
2010 River Hills Classic (á eGolf Professional Tour)

Baker býr í Brownstown, Indiana.

Fræðast má nánar um Baker á vefsíðu hans með því að SMELLA HÉR: