Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Bronson Burgoon (37/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals.

Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Korn Ferry Tour Finals og fengu kortin sín þannig.

Í dag verður kynntur sá sem varð í 14. sæti á Korn Ferry Tour Finals en það er Bronson Burgoon, sem var með 281 stig.

Bronson Burgoon fæddist 2. júní 1987 í The Woodlands, Texas og er því 32 ára. Það var vegna eldri bróður síns, Brandon, sem spilaði golf, sem Bronson Burgoon byrjaði í golfi, en hann var mjög tíður þátttakandi í unglingagolfmótum í Texas.

Í dag er Burgoon 1,88 m á hæð og 86 kg.

Hann var í bandaríska háskólagolfinu og lék með golfliði Texas A&M University, líkt og eldri bróðirinn.

Golfklúbburinn sem Burgoon tilheyrir í Texas er The Club at Carlton Woods (í Spring, Texas).

Burgoon gerðist atvinnumaður í golfi 2010.

Burgoon hefir spilað á PGA TOUR Latinoamérica frá árinu 2012; Web.com Tour frá árinu 2014 og af og til á PGA Tour frá árinu 2016.

Burgoon hefir sigrað í 2 mótum sem atvinnumaður, í báðum 2012:Firewheel at Garland Classic og Twin Lakes Open.

Á næsta ári 2018 er hann kominn með kortið sitt og tryggðan spilarétt á PGA Tour.

Burgoon kvæntist ástinni sinni úr háskóla Katy, 2. apríl 2016.