Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2017 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Ted Potter, Jr. (20/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018.

Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour.

Byrjað verður á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hljóta þannig kortið sitt í 1. deild, PGA Tour.

Líkt og venja er hér á Golf 1 verður byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var á toppnum.

Síðan verður tekið til við að kynna þann sem rétt slapp inn í gegnum Web.com Finals og endað á þeim sem var á toppnum þar.
Sá sem varð í 6. sæti peningalistans með samtals verðlaunafé upp á samtals $319,593 (Verðlaunafé í Web.com Finals: $112,225; Verðlaunafé á reglul. tímabili:$207,368) var bandaríski kylfingurinn Ted Potter Jr. 

Ted Potter, Jr. fæddist í Ocala, Flórída, 9. nóvember 1983 og er því 33 ára.

Ted kvæntist eiginkonu sinni Cheri Charles 19. ágúst 2016.  Þau búa í Silver Springs, Flórída.

Ted gerðist atvinnumaður í golfi 2002.

Golfklúbburinn sem Ted er í, er Golden Hills Golf and Turf Club (í Ocala, Florida).

Árið 2012 vann Potter Greenbrier Classic mótið á PGA Tour og þá skrifaði Golf 1 eftirfarandi kynningargrein um Potter, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Ýmsir fróðleiksmolar um Ted Potter:

Faðir hans fékk hann til að byrja í golfi þegar Ted var 2 ára.
Meðal áhugamála Potter eru veiðar og fiskveiðar.
Uppáhaldskvikmynd Ted er  „Caddyshack,“ og hann segir að auk sín myndu Jack Nicklaus, Arnold Palmer og Gary Player vera í draumaholli hans.
Hann hlaut ekki formlega golfkenslu. Ted þróaði leik sinn ásamt föður sínum, sem var golfvallarstarfmaður. Hann er rétthentur en honum fannst töff að spila örvhent vegna þess að pabbi hans var þar og er því í raun jafnvígur á báðar hendur í golfinu.
Hann varð atvinnumaður í golfi um leið og hann úrskrifaðist úr menntaskóla og vann í golfkerruleigunni á Lake Diamond G&CC í Ocala, Fla., til þess að komast á  Moonlight Tour í Flórída.
Ted hefir 4 sinnum farið holu í höggi í kepppnum.
Ted myndi langa til að spila á Augusta National dag einn.
Fyrsti bíllinn hans var Ford Ranger pickup en nú keyrir hann um á Nissan Titan.
Ted finnst gaman að horfa á Golf Channel.