Nýju strákarnir á PGA 2018: Stephan Jäger (19/50)
Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018.
Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour.
Byrjað verður á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hljóta þannig kortið sitt í 1. deild, PGA Tour.
Líkt og venja er hér á Golf 1 verður byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var á toppnum.
Síðan verður tekið til við að kynna þann sem rétt slapp inn í gegnum Web.com Finals og endað á þeim sem var á toppnum þar.
Sá sem varð í 7. sæti peningalistans með samtals verðlaunafé upp á samtals $274,486 (Verðlaunafé í Web.com Finals: $22,326; Verðlaunafé á reglul. tímabili:$252,160) var þýski kylfingurinn Stephan Jäger.
Stephan Jaeger $286,397 (Verðlaunafé í Web.com Finals: $8,033; Verðlaunafé á reglul. tímabili: $278,364
Þýski kylfingurinn Stephan Jäger fæddist í München í Þýskalandi, 30. maí 1989 og er því 28 ára.
Stephan er sonur hjónanna Sophie og Klaus Jäger og á eina systur, Michaela.
Hann kom til Bandaríkjanna, sem skiptinemi 2006 og var í Baylor School í Chattanooga, þar sem einn af liðsfélögum hans í menntaskólagolfinu bandaríska var PGA Tour kylfingurinn Harris English.
Stephan lék síðan í bandaríska háskólagolfinu með liði University of Tennessee-Chattanooga og útskrifaðist þaðan árið 2012, með gráðu í sálfræði.
Eftir útskrift úr háskóla, árið 2012 gerðist Stephan atvinnumaður í golfi.
Árið 2015 komst hann á Opna bandaríska en komst ekki gegnum niðurskurð með skor upp á 154 högg (74 80).
Árið á eftir, 2016, á Ellie Mae Classic mótinu var Jäger á skori upp á 58 högg á 1. hring og var síðan á draumaskori alla hina hringina 65-64-63 og vann fyrsta titil sinn á Web.com Tour victory. Þetta skor upp á 250 högg er met á 72 holu móti á Web.com Tour og eins jafnaði hann undir par-metið þ.e. var á 30 undir pari og átti 7 högg á þann sem næstur kkom Rhein Gibson. Hann á einnig metið á Web.com Tour, hvað snertir skor eftir 36 holur og 53 holur. Þrátt fyrir frábæra árangur varð Jäger í 28. sæti á peningalistanum og aðeins 3 sætum frá öruggu sæti á PGA Tour.
Það sem tryggði honum hins vegar 7. sætið á peningalista Web.com Tour 2017 og þar með kort og spilarétt á PGA Tour voru tveir sigrar Jäger á Web.com Tour 2017, þ.e.: 21. maí 2017 á BMW Charity Pro-Am og 11. júní 2017 á Rust-Oleum Championship.
Ýmsir fróðleiksmolar um Stephan Jäger:
*Uppáhaldsatvinnumannalið Stephans eru the Denver Broncos.
*Uppáhaldsgolfvellirnir eru The Honors Course og Riviera CC.
*Uppáhaldskvikmynd Stephans er „Transformers.“
*Uppáhaldsfrístaðir Stephans eru New York og Singapore.
*Langmesti uppáhaldsfrístaður Stephans eru strandstaðir..
*Stephan Jäger myndir vilja skipta um sæti við Jack Nicklaus í 1 dag.
* Í draumaholli Jäger myndu auk hans sjálfs vera Miguel Ángel Jiménez, Harris English og Jack Nicklaus.
*Jäger segist myndu vilja vera rally kappakstursmaður ef hann væri ekki kylfingur.
*Jäger segist sakna þess mest í Bandaríkjunum að borða almennilegt schnitzel.
*Jäger ólst upp við að spila fótbolta og tennis.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
