Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2017 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Seamus Power (26/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018.

Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour.

Byrjað var á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hlutu þannig kortin sín í 1. deild, PGA Tour.

Líkt og venja er hér á Golf 1 var byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var á toppnum. Hann var kynntur í gær, Chesson Hadley, efsti maður á peningalista Web.com Tour 2017.

Nú verður tekið til við að kynna þann sem rétt slapp inn í gegnum Web.com Finals og endað á þeim sem var á toppnum þar, en þeir 25 hljóta einnig spilarétt og kort fyrir 2017-2018 keppnistímabilið á PGA Tour

Sá sem var neðstur og rétt slapp inn á PGA Tour í gegnum Web.com Tour finals er Seamus Power frá Írlandi, en hann var með verðlaunafé á Web.com Finals upp á samtals $40,625.

Seamus Power fæddist 4. mars 1987 í Waterford, á Írlandi og er því 30 ára. Hann er sonur Edmond og Philomena Power.

Seamus er 1,91 m á hæð og 91 kíló.

Seamus lék golf í bandaríska háskólagolfinu með sama liði og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, þ.e.  East Tennessee State University (ETSU).

Seamus gerðist atvinnumaður í golfi árið 2011.

Hann var í liði Íra sem keppti á Sumarólympíuleikunum í golfi 2016.

Seamus hefir spilað á Web.com Tour frá árinu 2015. Hann hefir sigrað 1 sinni á þeirra mótaröð, en sigur hans kom 2016 á  United Leasing & Finance Championship mótinu.

Helstu áhugamál Seamus eru að lesa, íþróttir almennt, tónleikar og tónlist.

Ýmsir fróðleiksmolar um Seamus:

*Segir að ef hann væri ekki kylfingur myndi hann vera endurskoðandi, sbr. „Ég hef alltaf verið góður í því sem snýr að tölum.  Stærðfræði, efnafræði og eðlisfræði voru alltaf þau fög, sem ég var sterkastur í.
*Spilaði í sömu unglingamótum og Rory McIlroy og Shane Lowry.
*Er þrefaldur írskur unglingameistari.
*Var á topp-10 í heiminum í  racquetball þegar hann var 11-12 ára. Seamus tók m.a. þátt í World Racquetball Championship.
*Að horfa á Tiger Woods sigra 1997 á Masters hafði meiriháttar áhrif á áhuga Seamus á golfi.
*Uppáhaldslið Seamus eru: Liverpool, Notre Dame og the New England Patriots. Tom Brady er einn af uppáhaldsíþróttamönnum Seamus, sem honum finnst gaman að fylgjast með.
*Uppáhaldshljómsveit Seamus eru U2.
*Í draumaholli Seamus eru auk hans sjálfs: Bill Clinton, Bill Belichick og Tiger Woods.
*Seamus finnst gaman að lesa sögu bækur.
´Seamus talar gelísku þ.e.  Gaeilge, sem er opinbert tungumál Írlands.
*Twitterfang Seamus Power er:  @power4seamus.