Nýju strákarnir á PGA 2018: Rob Oppenheim (47/50)
Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018.
Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour.
Byrjað var á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hlutu þannig kortin sín í 1. deild, PGA Tour.
Líkt og venja er hér á Golf 1 var byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var á toppnum. Hann hefir þegar verið kynntur, Chesson Hadley, efsti maður á peningalista Web.com Tour 2017.
Nú verður tekið til við að kynna þann sem rétt slapp inn í gegnum Web.com Finals og endað á þeim sem var á toppnum þar, en þeir 25 hljóta einnig spilarétt og kort fyrir 2017-2018 keppnistímabilið á PGA Tour.
Sá sem var í 6. sæti og komst inn á PGA Tour í gegnum Web.com Tour finals er bandaríski kylfingurinn Rob Oppenheim en hann var með verðlaunafé á Web.com Finals upp á samtals $161,150.
Rob Oppenheim fæddist 12. janúar 1980 í Salem, Masachusetts og er því nýorðinn 38 ára.
Hann er 1,78 m á hæð og 75 kg.
Hann spilaði fyrir skólalið Andover High School þar sem hann komst í all-scholastic liðið. Hann var síðan í bandaríska háskólagolfinu og spilaði fyrir Rollins College, þar sem hann var félagi í Alpha Mu Delta of Chi Psi.
Árið 1999, kláraði hann hring upp á 16 á U.S. Amateur í Pebble Beach, Kaliforníu. Meðan Oppenheim var í háskóla varð hann fjórum sinnum time All-American í golfi og árið 2002var hann leikmaður ársins í 2. deild háskólagolfsins (Division II golf). Árið 2002 var hann aðalmaðurinn í að koma skólaliði sínu, Rollins svæðismótið, NCAA Division II National Championship. Sama ár, 2002, sigraði Oppenheim líka á Massachusetts Amateur.

Rob Oppenheim
Atvinnumannsferill Oppenheim
Oppenheim gerðist atvinnumaður í september 2002. Síðan þá hefir hann spilað á Canadian Tour, Cleveland Tour, Hooter’s Winter Series, og Moonlight Tour.
Árið 2004, sigraði hann í 1. stigi f PGA Tour Q-School en náði samt ekki kortinu. Árið2005, var hann efstur á peningalista Cleveland Tour og leikmaður ársins. Árið 2006 varð hann í 2. sæti á peningalista Canadian Tour.
Oppenheim spilaði í tveimur PGA Tour mótum árið 2006 og varð T-108 í Deutsche Bank Championship og T-41 í Bell Canadian Open.
Hann reyndi að komast á PGA Tour í október 2008 í gegnum Q-school. Hann varð í 27. sæti þegar aðeins 23 komust áfram – þannig að hann hefir oft dansað á línunni og verið við það að komast inn á PGA Tour.
Árið 2009 komst hann á 2. deild PGA þ.e. Nationwide Tour (nú Web.com) þar sem hann hefir spilað allt til 2015.
Árið 2014 varð hann aðeins í 79. sæti á peningalistanum en varð síðan í 11. sæti í Web.com Tour Q-school og komst aftur á mótaröðina.
Hann vann fyrsta Web.com Tour mótið sitt í júlí 2015. Hann varð samt 26. á peningalistanum og óheppinn eins og svo oft áður og munaði aðeins $943 á honum og Harold Varner III sem varð í 25. sæti og fékk síðasta PGA Tour kortið sem í boði var. Oppenheim vann hins vegar þátttökurétt á PGA tour í gegnum Web.com Tour Finals og átti $ 101 á Eric Axley, sem sat eftir með sárt ennið í 51. sæti, eins og áður segir.
Oppenheim rétt skreið inn á PGA Tour vegna þess að Lucas Glover fékk skolla á 18. holuna í lokamóti Web.com Finals, þ.e. Web.com Tour Championship en það varð til þess að Oppenheim lauk keppni T-12 og það rétt færði vinningsféð upp fyrir Eric Axley. Svona er stundum hárfín lína milli lífs og dauða í golfinu.
Keppnistímabilið 2015-2016 var það fyrsta fyrir Oppenheim eftir að hafa spilað í 6 ár á Web.com Tour (og undanfara þess Nationwide Tour).
Ekki gekk nógu vel 2015-16 á PGA Tour og var Oppenheim kominn aftur „heim“ á Web.com Tour keppnistímabilið 2016-2017. Það tímabil gekk mun betur en Oppenheim lék í 24 mótum og komst 19 sinnum gegnun niðurskurð; þar af varð hann jafn öðrum í 2. sæti (T-2) tvívegis; í fyrra skiptið í Utah Championship presented by Zions Bank (16/7) og í hitt skiptið í DAP Championship (24/9).
Hann vann sér inn nóg af vinningsfé og nú er Oppenheim því að nýju kominn með kortið sitt á PGA Tour; keppnistímabilið 2017-2018.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
