Matt Atkins Nýju strákarnir á PGA 2018: Matt Atkins (11/50)
Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018.
Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour.
Byrjað verður á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hljóta þannig kortið sitt í 1. deild, PGA Tour.
Líkt og venja er hér á Golf 1 verður byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var á toppnum. Síðan verður tekið til við að kynna þann sem rétt slapp inn í gegnum Web.com Finals og endað á þeim sem var á toppnum þar.
Sá sem varð í 15. sæti peningalistans með samtals verðlaunafé upp á samtals $246,029 (Verðlaunafé í Web.com Finals: $54,000; Verðlaunafé á reglul. tímabili:$192,029) var bandaríski kylfingurinn Matt Atkins.
Matt Atkins fæddist 13. desember 1990 í Aston Township, Pennsylvaníu og er því 26 ára. Hann á því sama fæðingardag og Rickie Fowler.
Hann er 1,75 m á hæð og 73 kg.
Fyrsta golfminning Atkins er þegar hann var að spila golf með föður sínum og sló boltana beint niður eftir golfbrautum og eltist við boltann til að slá næsta högg.
Hann sneri sér að golfi vitandi að „í hvert skipti sem maður gengur af golfvelli þá líður manni þannig að maður gæti hafa gert eitthvað betur.“
Uppáhaldsgolfvöllur Atkins er Palmetto GC í Aiken, Suður-Karólínu.
Uppáhaldsíþróttamenn eru: Steph Curry, Tim Tebow og LeBron James.
Uppáhaldsatvinnumannalið eru öll lið sem spila í Philadelphiu.
Uppáhaldssjónvarpsefni eru þættir á borð við „NCIS,“ „NCIS-LA,“ „Blindspot“ og „Quantico.“
Annað sem er í uppáhaldi hjá Atkins eru: Chick Fil A í morgunmat, „stelpukvikmyndir (ens.: chick flicks“); kvikmyndir sem ilja manni um hjartarætur, eftirréttir, Biblían og Charleston í Suður-Karólínu.
Atkins útskrifaðist frá Apollo High School í Owensboro, Kentucky árið 2009.
Atkins byrjaði að spila á Web.com Tour árið 2015.
Fyrsti og eini sigur Atkins á Web.com Tour komi á El Bosque Mexico Championship. Sigurskor Atkins var upp á 17 undir pari, 271 og sá sigur og sérstaklega verðlaunatékkinn upp á $117.000 lagði grunninn að því að Atkins spilar nú á bestu golfmótaröð heims, PGA Tour.
Markmið Atkins er að spila á Masters og spila á Pine Valley og Augusta National.
Mottó Atkins er: „Við erum miklu verri en við gátum ímyndað okkur og mun meira elskuð en okkur gæti dreymt um.“
Twitterfang Atkins er: @MattAtkinsUSCA
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
