Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2018 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Jonathan Randolph (43/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018.

Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour.

Byrjað var á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hlutu þannig kortin sín í 1. deild, PGA Tour.

Líkt og venja er hér á Golf 1 var byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var á toppnum. Hann hefir þegar verið kynntur, Chesson Hadley, efsti maður á peningalista Web.com Tour 2017.

Nú verður tekið til við að kynna þann sem rétt slapp inn í gegnum Web.com Finals og endað á þeim sem var á toppnum þar, en þeir 25 hljóta einnig spilarétt og kort fyrir 2017-2018 keppnistímabilið á PGA Tour.

Sá sem var í 8. sæti og komst inn á PGA Tour í gegnum Web.com Tour finals er bandaríski kylfingurinn Jonathan Randolphen hann var með verðlaunafé á Web.com Finals upp á samtals $94,190 .

Jonathan Randolph fæddist í Brandon, Mississippi, 10. ágúst 1988 og er því 29 ára.

Golfklúbburinn sem Randolph tilheyrir í Mississippi er CC Jackson.

Randolph lék í bandaríska háskólagolfinu með golfliði University of Mississippi og útskrifaðist þaðan 2011.

Það ár, 2011, gerðist Randolph atvinnumaður í golfi. Hann hefir sagt að ef hann væri ekki atvinnumaður í golfi væri hann einn aðal markaðsmaðurinn.

Randolph var m.a. í liði Bandaríkjanna í Palmer Cup 2010. Hann hefir verið á Web.com Tour frá árinu 2014 og PGA Tour frá árinu 2015, en er nú (keppnistímabilið 2017-2018) með fullan keppnisrétt og kortið sitt á PGA Tour – mótaröð þeirra bestu.

Randolph er kvæntur konu sinni Lacy.

Fræðast má nánar um Randolph á vefsíðu hans sem komast má á með því að SMELLA HÉR: 

Nokkrir fróðleiksmolar um Randolph:

*Randolph segir uppáhaldsbók sína vera biblíuna.

*Hann ferðast aldrei án chihuahua hunds síns Yodi, og á ferðalögum tekur hann alltaf með sérstakt tæki sem á ensku nefnist  „sleep noise machine.“

*Uppáhaldslið hans í háskóla er lið University of Mississippi en af atvinnumannaliðum eru það  Dallas Cowboys og the Milwaukee Brewers.

*Áhugamál fyrir utan golfið hjá Randolph eru veiðar og fiskveiðar.