Nýju strákarnir á PGA 2018: Chesson Hadley (25/50)
Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018.
Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour.
Byrjað verður á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hljóta þannig kortið sitt í 1. deild, PGA Tour.
Líkt og venja er hér á Golf 1 verður byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var á toppnum.
Síðan verður tekið til við að kynna þann sem rétt slapp inn í gegnum Web.com Finals og endað á þeim sem var á toppnum þar.
Sá sem varð efstur, í 1. sæti peningalistans með samtals verðlaunafé upp á samtals $395,212 (Verðlaunafé í Web.com Finals: $26,452; Verðlaunafé á reglul. tímabili:$368,761) var bandaríski kylfingurinn Chesson Hadley.
Chesson Hadley fæddist 5. júlí 1987 í Raleigh, Norður-Karólínu og er því 30 ára. Hadley byrjaði í golfi 6 ára og braut fyrst par 13 ára. Chesson kynntist eiginkonu sinni, Amöndu, í barnaskóla og eiga þau 1 dóttur Hollins Marie Hadley, fædda 2015.
Hadley lék í bandaríska háskólagolfinu með Georgia Institute of Technology og útskrifaðist úr skóla sínum með gráðu í viðskiptafræði.
Hadley gerðist atvinnumaður í golfi árið 2010 og hefir spilað á Web.com Tour frá árinu 2013 og á PGA Tour frá árinu 2014.
Hadley á í beltinu fjóra sigra á Web.com Tour; tveir komu árið 2013: Rex Hospital Open, Web.com Tour Championship og tveir aðrir nú í ár, 2017; LECOM Health Challenge og Albertsons Boise Open presented by Kraft Nabisco.
Eins hefir Hadley einu sinni sigrað á PGA Tour en sá sigur kom árið 2014: Puerto Rico Open presented by seepuertorico.com.
Frekari upplýsingar um Hadley má finna á vefsíðu hans sem sjá má með því að SMELLA HÉR:
Chesson Hadley hefir mikinn áhuga á Jesú, vinum sínum og skemmtilegheitum.
Ýmsir fróðleiksmolar um Hadley:
*Ef hann þyrfti að snæða síðustu máltíð sína og mætti ráða hver hún væri myndi hann velja: Ruth’s Chris filet, frönskurnar á McDonald’, Bojangles Chicken Supremes, og í desert kvikmyndahúsa popkorn.
*Uppáhaldsgolfminning hans er að nota fyrsta golfsettið sitt þegar hann var að spila með pabba sínum.
*Chesson Hadley hefir þann ávana að smella með fingrum eftir hvern fugl sem hann nær.
*Hadley spilar golf rétthent en er örvhentur í flest öllu öðru.
*Er aktívur í kirkjustarfi.
*Vann sem þjónn á Casa Carbone, ítölskum veitingastað í Raleigh, Norður-Karólínu, meðan hann var á minni mótaröðunum og þegar hann átti frí frá Web.com Tour.
*Hann rakar sig aldrei meðan hann tekur þátt í móti.
*Það vita það ekki margir að hann myndi fremur vaska upp allan daginn til að forðast að þvo þvott.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
