Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2017 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Brice Garnett (24/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018.

Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour.

Byrjað verður á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hljóta þannig kortið sitt í 1. deild, PGA Tour.

Líkt og venja er hér á Golf 1 verður byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var á toppnum.

Síðan verður tekið til við að kynna þann sem rétt slapp inn í gegnum Web.com Finals og endað á þeim sem var á toppnum þar.

Sá sem varð í 2. sæti peningalistans með samtals verðlaunafé upp á samtals $395,212 (Verðlaunafé í Web.com Finals: $26,452; Verðlaunafé á reglul. tímabili:$368,761) var bandaríski kylfingurinn Brice Garnett.

Brice Garnett fæddist 6. september 1983 í Gallatin, Missouri, Bandaríkjunum og er því 34 ára.

Foreldrar Brice heita Nancy og Tom Garnett.  Það var pabbi Brice, Tom sem kenndi honum golf 4 ára.  Í menntaskóla spilaði Brice körfubolta.  Brice er 1,8 m á hæð.

Garnett tók þátt í bandaríska háskólagolfinu og spilaði með liði Missouri Western State University. Þar var hann þrisvar sinnum NCAA Division II All-American.

Brice Garnett gerðist atvinnumaður í golfi árið 2006.

Brice hefir spilað á Web.com Tour frá árinu 2012.

Hann á 1 sigur á Web.com Tour í beltinu þ.e sigur hans í ár á Utah Championship presented by Zions Bank, WinCo Foods Portland Open presented by Kraft-Heinz, en segja má að sigur hans í því móti hafi tryggt honum kortið á PGA Tour 2018, vegna hás verðlaunafés í því.

Meðal áhugamála Brice eru að vera á bát, elda, íþróttir almennt, tónlist og verja tíma sínum með vinum og fjölskyldu.