Nýju strákarnir á PGA 2018: Andrew Landry (23/50)
Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018.
Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour.
Byrjað verður á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hljóta þannig kortið sitt í 1. deild, PGA Tour.
Líkt og venja er hér á Golf 1 verður byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var á toppnum.
Síðan verður tekið til við að kynna þann sem rétt slapp inn í gegnum Web.com Finals og endað á þeim sem var á toppnum þar.
Sá sem varð í 12. sæti peningalistans með samtals verðlaunafé upp á samtals $388,894 (Verðlaunafé í Web.com Finals: $95,955; Verðlaunafé á reglul. tímabili:$292,939) var bandaríski kylfingurinn Andrew Landry.
Andrew Landry fæddist í Port-Neches Groves í Texas, 7. ágúst 1987 og er því 30 ára.
Hann er 1,7 m á hæð og 68 kg.
Hann nam samskiptafræði (ens. communications) við Arkansas háskóla, spilaði í bandaríska háskólagolfinu og útskrifaðist frá Arkansas háskóla árið 2009.
Strax eftir útskrift 2009 gerðist Landry atvinnumaður í golfi.
Landry býr í Austin, Texas og þar er hann í Spanish Oaks golfklúbbnum.
Landry hefir verið á Web.com Tour frá árinu 2015 og PGA Tour frá árinu 2016. Landry á í beltinu 2 sigra á Web.com Tour: sá fyrri kom 2015 Cartagena de Indias at Karibana Championship Presented by Prebuild og seinni sigurinn og sá sem er aðalástæða þess að Landry heldur kortinu sínu á PGA Tour kom nú í ár, 2017 og er The Bahamas Great Abaco Classic at The Abaco Club.
Ýmsir fróðleiksmolar um Landry:
*Ef hann væri ekki atvinnukylfingur myndi hann gjarnan vera fiskveiði leiðsögumaður (ens. fishing guide).
*Uppáhaldsmatur Landry eru vatnakrabbar og hráar ostrur.
*Uppáhaldsatvinnumannalið Landry eru Los Angeles Dodgers og Atlanta Braves.
´Frægasta manneskja sem Landry hefir hitt er George W. Bush, forseti, þegar hann var við veiðar í Dallas.
Hann hefir einu sinni spilað á 58 höggum á heimavelli sínum 9 holu Pea Patch“ í Groves, Texas (sem síðan hefir verið lokaður).
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
