Nýju strákarnir á PGA 2018: Alex Cejka (35/50)
Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018.
Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour.
Byrjað var á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hlutu þannig kortin sín í 1. deild, PGA Tour.
Líkt og venja er hér á Golf 1 var byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var á toppnum. Hann hefir þegar verið kynntur, Chesson Hadley, efsti maður á peningalista Web.com Tour 2017.
Nú verður tekið til við að kynna þann sem rétt slapp inn í gegnum Web.com Finals og endað á þeim sem var á toppnum þar, en þeir 25 hljóta einnig spilarétt og kort fyrir 2017-2018 keppnistímabilið á PGA Tour.
Sá sem var í 16. sæti og komst inn á PGA Tour í gegnum Web.com Tour finals er Alex Cejka frá Þýskalandi, en hann var með verðlaunafé á Web.com Finals upp á samtals $53,480.
Alex Cejka fæddist í , Mariánské Lázně í Tékkóslóvakíu, 2. desember 1970 og er því 46 ára.
Alex flúði ásamt föður sínum 9 ára gamall, frá Tékkóslóvakíu kommúnísmans, var flóttamaður, en þeir feðgar ferðuðust fótgangandi, í lest, syndandi og á hjólum yfir til Þýskalands og settust að í Frankfurt.
Alex er 1,73 m á hæð.
Cejka er í dag kvæntur Alyssu og á tvo syni, Alexander og Felix, með henni. Þau búa í Las Vegas, Nevada.
Alex Cejka gerðist atvinnumaður í golfi árið 1989, eða fyrir 28 árum, þá 18 ára, eftir að hann sá Bernhard Langer í sjónvarpinu en hann er liðtækur í fótbolta og íshokkí.
Meðal áhugamála utan golfsins eru fiskveiðar, móthjól og bátar.
Alþjóðlegir sigrar Cejka eru 11:
1990 Czech Open
1991 Audi Quattro Trophy [Áskorendamótaröð Evrópu]
1992 Czech Open
1992 Audi Open [Áskorendamótaröð Evrópu]
1995 Turespana Open Andalucia [Evróputúrinn]
1995 Hohe Brucke Open [Evróputúrinn]
1995 Volvo Masters [Evróputúrinn]
1997 KB Golf Challenge [Áskorendamótaröð Evrópu]
1998 Lancia Golf Pokal
2002 Lancome Trophy [Evróputúrinn]
2002 Galeria Kaufhof Pokal Challenge [Áskorendamótaröð Evrópu]
Cejka hefir spilað á PGA Tour af og til frá árinu 2003 (komst fyrst á mótaröðina í gegnum lokaúrtökumót 2002 og tókst það aftur 20005 og 2006 – hann er því ekki svo nýr á túrnum!!!) og á Web.com Tour frá árinu 2013.
Hann hefir sigrað á báðum mótaröðum, Web.com Tour og PGA Tour þ.e.: Pacific Rubiales Colombia Championship Presented by Claro árið 2014 á Web.com Tour og árið 2015 á PGA Tour þ.e. á Puerto Rico Open
Cejka hefir jafnframt tekið þátt í eftirfarandi liðakeppnum og þá fyrir Þýskaland:
1995, 1996, 1997, 2000, 2002, 2003, 2005, 2007, 2008, 2009, 2011, 2016 Heimsbikarinn.
2016 Sumarólympíuleikarnir.
1994, 1995, 1997, 1998 Dunhill Cup.
2000, 2002, 2003 Seve Trophy.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
