Nýju strákarnir á PGA 2018: Bronson Burgoon (42/50)
Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018.
Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour.
Byrjað var á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hlutu þannig kortin sín í 1. deild, PGA Tour.
Líkt og venja er hér á Golf 1 var byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var á toppnum. Hann hefir þegar verið kynntur, Chesson Hadley, efsti maður á peningalista Web.com Tour 2017.
Nú verður tekið til við að kynna þann sem rétt slapp inn í gegnum Web.com Finals og endað á þeim sem var á toppnum þar, en þeir 25 hljóta einnig spilarétt og kort fyrir 2017-2018 keppnistímabilið á PGA Tour.
Sá sem var í 9. sæti og komst inn á PGA Tour í gegnum Web.com Tour finals er bandaríski kylfingurinn Bronson Burgoon en hann var með verðlaunafé á Web.com Finals upp á samtals $90,812 .
Bronson Burgoon fæddist 2. júní 1987 í The Woodlands, Texas og er því 30 ára. Það var vegna eldri bróður síns, Brandon, sem spilaði golf, sem Bronson Burgoon byrjaði í golfi, en hann var mjög tíður þátttakandi í unglingagolfmótum í Texas.
Í dag er Burgoon 1,88 m á hæð og 86 kg.
Hann var í bandaríska háskólagolfinu og lék með golfliði Texas A&M University, líkt og eldri bróðirinn.
Golfklúbburinn sem Burgoon tilheyrir í Texas er The Club at Carlton Woods (í Spring, Texas).
Burgoon gerðist atvinnumaður í golfi 2010.
Burgoon hefir spilað á PGA TOUR Latinoamérica frá árinu 2012; Web.com Tour frá árinu 2014 og af og til á PGA Tour frá árinu 2016.
Burgoon hefir sigrað í 2 mótum sem atvinnumaður, í báðum 2012:Firewheel at Garland Classic og Twin Lakes Open.
Á næsta ári 2018 er hann kominn með kortið sitt og tryggðan spilarétt á PGA Tour.
Burgoon kvæntist ástinni sinni úr háskóla Katy, 2. apríl 2016.
Til að sjá eldra (frá 2016) kynningarmyndskeið með Bronson Burgoon SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
