Nýju strákarnir á PGA 2013: Robert Karlsson – (12. grein af 26)
Hér verður fram haldið með að kynna stuttlega efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013.
Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Alls hlutu 26 kylfingar kortið sitt í gegnum Q-school PGA að þessu sinni og hafa þeir kylfingar sem voru í 17.-26. sæti allir verið kynntir hér á Golf 1.
Nú er komið að 3 strákum sem deildu 14. sætinu þeim: Matt Jones, Robert Karlsson og Eric Meierdierks. Eric Meierdierks, hefir þegar verið kynntur og í kvöld er það Svíinn Robert Karlson, sem reyndar er langt frá því að vera „nýr af nálinni.“
Robert Karlsson er 1,96 m að hæð og 95 kg, sem gerir hann að einum hæsta kylfingi til þess að spila á PGA Tour.
Robert er fæddur 3. september 1969 Katrineholm, í Svíþjóð og verður því 44 ára á árinu. Hann er kvæntur förðunarfræðingnum Ebbu og eiga þau 2 börn.
Faðir hans var vallarstarfsmaður á golfvelli í Svíþjóð og frá 8 ára aldri bjó Róbert á golfvellinum, sem er alls óalgengt í Svíþjóð. Í dag á hann, eins og svo margir landar hans, lögheimili í skattaparadísinni Monte Carlo í Monaco, þar sem hann keyrir um á gulum BMW og eins heldur hann heimili í Charlotte, Norður-Karólínu.
Robert Karlsson gerðist atvinnumaður í golfi árið 1989 og spilaði á Evróputúrnum eftir að “útskrifast úr Q-school” árið 1990. Hann hefur haldið korti sínu síðan þá og sýnt mikinn stöðuleika á túrnum. Hann komst í fréttirnar 2008 þegar hann vann Order of Merit, tekjuhæsti kylfingurinn á Evrópumótaröðinni. Hann hefur síðan þá verið í hópi 20 efstu á peningalistanum í 6 skipti og hann hefur með sigrinum á sunnudag alls sigrað í 10 mótum.
Árið 2006, á Celtic Manor Wales Open-mótinu setti Robert met á Evróputúrnum eftir að koma inn á lægra skori en nokkur á túrnum 124 höggum eftir 36 holur og 189 eftir 54 holur. En hvað sem því leið þá var völlurinn par 69, sem er óvenjulegt á þessu topp stigi leiksins.
Annar sigur Roberts Karlssons kom í júlí 2006 á Deutsche Bank Players Championship of Europe og kom honum meðal 50 efstu á heimslista yfir bestu kylfinga (Official World Golf Rankings). Árið 2008 var hann kominn á meðal þeirra 25 bestu á listanum. Hann varð 8. á heimslistanum eftir sigur á Alfred Dunhill Links Championship, árið 2008. T-3 árangur á Portugal Masters tveimur vikum síðar færði hann í 6. sæti listans. Hann var alls í 13 vikur meðal 10 efstu á heimslistanum, árið 2008.
Robert Karlsson var í liði Evrópu í Seve Trophy, árin 2000, 2002 og 2007. Árið 1999 var hann 11. í röðinni til þess að komast í Ryder bikar hópinn og rétt missti af síðasta sætinu og var því miður ekki val liðsstjóra í liðið. Árið 2006, þá 37 ára, komst hann í fyrsta sinn í Ryder Cup liðið fyrir Evrópu, ásamt samlanda sínum og félaga, Henrik Stenson. Hann lék aftur árið 2008 með liðinu í Ryder Cup og var þar í liði með Pádraig Harrington í fjórleiknum og vann Justin Leonard 5 & 3 í einleik á sunnudeginum.
Meðal viðurkenninga sem Robert Karlsson hefir hlotið er að vera útnefndur íþróttamaður ársins í Svíþjóð 2009, fyrstur allra sænskra karlkylfinga.
Í júní 2009 þjáðist Robert af augnmeiðslum, sem gerðu það að verkum að hann sá ekki í þrívídd á vinstra auga. Hann meiddist á auga meðan hann tók þátt á St. Jude Classic-mótinu, viku fyrir Opna bandaríska, þar sem hann ætlaði að spila í holli með vini sínum Henrik Stenson. Augnmeiðslin urðu til þess að Robert varð að draga sig úr mótinu og hann missti af öllum mótum á síðari helmingi ársins 2009.
Endurkoma hans átti sér stað á Vivendi Trophy og hann vann 10. titil sinn á einu fyrsta móti ársins 2010 á Commercialbank Qatar Masters. Í júní 2010 tapaði Karlsson í bráðabana fyrir Lee Westwood á St. Jude Classic og meðal þess helsta á keppnistímabilinu 2011 hjá Karlsson var að hann lenti aftur í bráðabana á St. Jude Classic og tapaði þá aftur fyrir Harrison Frazar.
Árið 2012 keppti Karlsson aðallega á Evrópumótaröðinni og var T-20 árangur á BMW Masters 28. október 2012 meðal besta árangurs hans það árið.
Nú í mars 2013 er Karlsson í 162. sæti heimslistans… og búinn að fá kortið sitt á PGA Tour!!!
Að lokum mætti geta þess að Robert Karlsson er uppnefndur “Ivan Drago” – vísindamaðurinn vegna góðrar greiningarhæfileika og íhuguls golfstíls.
Heimild: Wikipedia
Ofangreind grein/þýðing greinarhöfundar hefir áður birtst á iGolf 2. febrúar 2010 – en birtist hér örlítið breytt.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
