Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2019 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2020: Lars Van Meijel (6/28)

28 kylfingar tryggðu sér fullan spilarétt á Evrópumótaröðinni og mun Golf 1, líkt og á undanförnum vera með kynningu á þeim.

Meirihluti þeirra sem komst á Evróputúrinn, með þátttöku sinni í lokaúrtökumótinu eru reynsluboltar, sem margir hafa spilað á Evróputúrnum og í nokkrum tilvikum einnig bestu mótaröð í heimi PGA TOUR og voru þáttakendur í lokaúrtökumótinu því sérlega sterkir í ár.

Lokaúrtökumótið fór fram á Lumine golfstaðnum á Spáni, dagana 15.-20. nóvember 2019 að þessu sinni.

Í fyrsta sinn í golfsögunni voru 3 íslenskir keppendur á lokaúrtökumótinu: Andri Þór Björnsson, GR;  Bjarki Pétursson,GKB og  Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR.   Því miður komst enginn þeirra á Evróputúrinn að þessu sinni.

Golf 1 hefir þegar kynnt þá 4, sem rétt sluppu inn á Evróputúrinn: Jean Babtiste Gonnet frá Frakklandi, Dale Whitnell frá Englandi og Svíana Niklas Lemke og Rikard Karlberg. Þessir 4 deildu 25. sætinu, léku allir á samtals 12 undir pari, 416 höggum. Eins hefir Golf 1 kynnt þann sem varð í 24. sætinu, Toby Tree frá Englandi.

Næst verða kynntir þeir 8 kylfingar sem deildu 17. sætinu en það eru: Sihwan Kim frá Bandaríkjunum, Pedro Figueiredo frá Portúgal, Jonathan Caldwell frá N-Írlandi, Bradley Dredge, frá Wales;  Englendingurinn Dave Coupland;  Darren Fichardt, Lars Van Meijel frá Holland og Toby Tree frá Englandi. Allir léku þeir á samtals 13 undir pari, 415 höggum. Tree hefir þegar verið kynntur.

Í dag verður kynntur sá sem landaði 23. sætinu en það var hollenski kylfingurinn Lars Van Meijel.

Lars Van Meijel fæddist 12. júní 1994 og er því 25 ára.

Van Meijel er 1.84 m á hæð og 77 kg.

Heima í Hollandi er Van Meijel félagi í Eindhovensche Golf.

Van Meijel spilaði þrívegis með hollenska golfunglingalandsliðinu í  the European Country Team Championship. Hann komst einnig í fjórðungsúrslit árið 2012 í the Italian Amateur, og ásamt Dylan Boshart, spilaði hann það ár (2012) í Talihade Cup í Argentínu.

Árið 2013 vann hann bæði the Trompbeker (Höggleiksmeistarakeppni U21 í Hollandi) í Noord-Nederlandse golfklúbbnum og  NK Strokeplay Heren í Houtrak golfklúbbnum.

Van Meijel var í bandaríska háskólagolfinu og þar vann hann fyrsta mótið sem hann tok þátt í, Muscle Shoal Creek inter-collegiate og einnig 3. mótið sem hann tók þátt í:  the Bridgestine Golf Collegiate.

Van Meijel sigraði á Brabant Open í júní 2014, sem varð til þess að hann fékk þátttökurétt í the KLM Open. Eftir verðlaunaafhendingu í því móti var tilkynnt hver fengi að keppa fyrir Holland í Eisenhower Trophy í Japan; en þeir sem valdir voru, voru Van Meijel, Michael Kraaij og Robbie van West.

Á haustönn 2015 vann Lars van Meijel he Pinetree Intercollegiate og eftir gott gengi í háskólagolfinu komst hann 2016 í evrópska Palmer Cup liði. Lið Evrópu sigraði lið Bandaríkjanna í júni 2016 á Formby sem er nálægt  Liverpool í Englandi. Seinna á árinu spilaði Van Meijel á KLM Open og tók þátt í World Cup í Mexikó f.h. Hollands.

Van Meijel hefir sigrað sem einstaklingur í eftirfarandi mótum:

2013: Trompbeker, NK Strokeplay, Muscle Shoal Creek collegiate , Bridgestone Collegiate
2014: Brabants Open
2015: Pinetree Intercollegiate

Sigrar í liðakeppnum sem Van Mejel hefir tekið þátt í eru eftirfarandi: 
ELTK boys: 2010, 2011, 2012,
ELTK heren: 2013, 2014, 2015, 2016
Eisenhower Trophy: 2014, 2016
Palmer cup team 2016

Van Meijel lék á samtals 13 undir pari, 415 höggum og tryggði sér þannig T-17 sæti þ.e. 23. sætið uppreiknað í lokaúrtökumótinu og spilar því á mótaröð þeirra bestu í Evrópu 2020, Evróputúrnum.