Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2020 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2020: S.S.P. Chawrasia (25/28)

28 kylfingar tryggðu sér fullan spilarétt á Evrópumótaröðinni og mun Golf 1, líkt og á undanförnum vera með kynningu á þeim.

Meirihluti þeirra sem komst á Evróputúrinn, með þátttöku sinni í lokaúrtökumótinu eru reynsluboltar, sem margir hafa spilað á Evróputúrnum og í nokkrum tilvikum einnig bestu mótaröð í heimi PGA TOUR og voru þáttakendur í lokaúrtökumótinu því sérlega sterkir í ár.

Lokaúrtökumótið fór fram á Lumine golfstaðnum á Spáni, dagana 15.-20. nóvember 2019 að þessu sinni.

Í fyrsta sinn í golfsögunni voru 3 íslenskir keppendur á lokaúrtökumótinu: Andri Þór Björnsson, GR; Bjarki Pétursson, GB og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Því miður komst enginn þeirra á Evróputúrinn að þessu sinni.

Golf 1 hefir þegar kynnt þá 4, sem rétt sluppu inn á Evróputúrinn og urðu T-28, þá 8 kylfinga sem deildu 17. sætinu; þá 4, sem deildu 13. sætinu; þá 5, sem urðu T-8 og Aaron Cockerill, sem varð í 7. sæti. Eins hefir Golf 1 kynnt þá Rasmus Højgaard og Laurie Canter, sem urðu T-5 og nú er bara eftir að kynna þá sem urðu í 4 efstu sætunum.

Byrjað verður á þeim, sem varð í 4. sæti en það er indverski kylfingurinn S.S.P. Chawrasia. Hann lék á samtals 17 undir pari, 411 höggum (69 66 71 67 69 69).

S.S.P. Chawrasia heitir fullu nafni Shiv Shankar Prasad Chawrasia, en fornöfnin hafa ávallt verið stytt og er hann þekktur undir upphafsstöfum sínum.

Chawrasia fæddist í Kolkata, Indlandi 15. maí 1978 og er því 41 árs.

Hann hefir á ferli sínum 4 sinnum sigrað á Evróputúrnum, 6 sinnum sigrað á Asíutúrnum og unnið sigur 11 sinnum á öðrum mótaröðum.

Sérstaklega hefir honum gengið vel á Hero Indian Open, sem er mót sem Evróputúrinn heldur í samstarfi við Asíutúrinn. Á því móti hefir Chawrasia 4 sinnum landað 2. sætinu (þ.e. 1999, 2006, 2013 og 2015) auk þess sem hann hefir tvívegis sigrað á mótinu þ.e. 2016 og 2017).

Chawrasia hefir gengið best heima fyrir, en eini sigur hans utan Indlands er á Resorts World Manila Masters árið 2016.  Í lok árs 2014 bað hann Asíutúrinn að breyta stafsetningu á eftirnafni hans úr Chowrasia í Chawrasia, en svo er nafn hans skrifað í vegabréfi hans.

Pabbi Chawrasia vann sem vallarstarfsmaður á Royal Calcutta golfklúbbnum í Kolkata á Indlandi. Það var í þeim klúbbi sem Chawrasia byrjaði í golfi 10 ára og kenndi sér sjálfum golf. Hann er oft uppnefndur „Chip-putt-sia“ vegna færni sinnar í stuta spilinu.

Áður en Chawrasia gerðist atvinnumaður í golfi árið 1997, vann hann fyrir sér sem kaddý í nokkur ár. Árslaun hans í árslok 1998 voru $ 1.220,-  Hann varð í 2. sæti á eftir Arjun Atwal árið 1999 Indian Open, sem fram fór á heimavelli hans Royal Calcutta golfklúbbnum.

Chawrasia var kominn á Asíutúrinn 2006 eftir að hafa tekið stöðgugum framförum á Indlandi og á þessum tíma voru árslaunin orðin $ 36.983, jafnframt því sem hann hafði sigrað 8 sinnum á indversku mótaröðinni.

Áratug síðar, 2016, var Chawrasia fulltrúi Indlands í golfi, á sumarólympíuleikunum í Ríó ásamt Anirban Lahiri.

SSP Chawrasia varð 3. indverski kylfingurinn, á eftir Jeev Milkha Singh og Arjun Atwal til þess að sigra á Evróputúrnum; en það hefir hann síðan gert 4 sinnum í eftirfarandi mótum:

Nr. Dags. Mót Sigurskor Fjöldi högga sem Chawrasia átti á næsta mann Þeir sem urðu í 2. sæti
1 10 Feb 2008 Emaar-MGF Indian Masters1 −9 (70-71-71-67=279) 2 högg Republic of Ireland Damien McGrane
2 20 Feb 2011 Avantha Masters1 −15 (70-69-67-67=273) 1 högg England Robert Coles
3 20 Mar 2016 Hero Indian Open1 −15 (67-67-68-71=273) 2 högg India Anirban LahiriSouth Korea Wang Jeung-hun
4 12 Mar 2017 Hero Indian Open1 (2) −10 (72-67-68-71=278) 7 högg Malaysia Gavin Green

 

Í ágúst 2017 hlaut SSP Chawrasia,  Arjuna heiðursviðurkenninguna, sem veitt er af Íþróttamálaráðuneyti Indlands.