Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2020 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2020: Robin Siegrist (21/28)

28 kylfingar tryggðu sér fullan spilarétt á Evrópumótaröðinni og mun Golf 1, líkt og á undanförnum vera með kynningu á þeim.

Meirihluti þeirra sem komst á Evróputúrinn, með þátttöku sinni í lokaúrtökumótinu eru reynsluboltar, sem margir hafa spilað á Evróputúrnum og í nokkrum tilvikum einnig bestu mótaröð í heimi PGA TOUR og voru þáttakendur í lokaúrtökumótinu því sérlega sterkir í ár.

Lokaúrtökumótið fór fram á Lumine golfstaðnum á Spáni, dagana 15.-20. nóvember 2019 að þessu sinni.

Í fyrsta sinn í golfsögunni voru 3 íslenskir keppendur á lokaúrtökumótinu: Andri Þór Björnsson, GR; Bjarki Pétursson,GB og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Því miður komst enginn þeirra á Evróputúrinn að þessu sinni.

Golf 1 hefir þegar kynnt þá 4, sem rétt sluppu inn á Evróputúrinn og urðu T-28, þá 8 kylfinga sem deildu 17. sætinu og þá 4, sem deildu 13. sætinu. Næst verða kynntir þeir 5 sem urðu T-8 en það eru Robin Siegrist frá Frakklandi; Carlos Pigem frá Spáni, Jinho Choi frá S-Kóreu, Adrien Saddier frá Frakklandi og Sami Välimäki frá Finnlandi. Þeir léku allir á 15 undir pari, 413 höggum.

Allir nema Robin Siegrist hafa verið kynntur, enhann varð uppreiknað í 8. sæti á lokaúrtökumótinu.

Robin Siegrist fæddist 15. desember 1993 í París, Frakklandi og er því 26 ára.

Í heimalandinu er Siegrist félagi í Saint Nom La Breteche golfklúbbnum – Sjá má eldri kynningu Golf 1 á golfvelli klúbbsins með því að SMELLA HÉR: 

Siegrist er 1,8 m á hæð.

Hann átti ágætis feril sem áhugamaður; var m.a. með í Arnold Palmer Cup og Amateur Championship og hann náði hæst að verða í 22. sæti á heimslista áhugamanna.

Siegrist var í bandaríska háskólagolfinu og lék með University of Louisville, þar sem hann átti metið um besta meðahöggafjölda í sögu háskólans.

Siegrist gerðist atvinnumaður í golfi 2016. Fyrsta titil sinn í atvinnumannsmóti vann Siegrist í Galgorm Resort & Spa Northern Ireland Open presented by Modest! Golf á Áskorendamótaröð Evrópu (ens.: Challenge Tour), árið 2017.

Hann náði aðeins að landa 16. sætinu í Road to Mallorca stigalista Áskorendamótaraðarinnar og varð því að taka þátt í lokaúrtökumótinu þar sem hann tryggði sér kortið sitt á Evróputúrnum 2020.