TARRAGONA, SPAIN – NOVEMBER 18: Aaron Cockerill of Canada during day four of the European Tour Qualifying School Final Stage at Lumine Lakes Golf Course on November 18 at Lumine Golf Club, 2019 in Tarragona, Spain. (Photo by Aitor Alcalde/Getty Images) Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2020: Aaron Cockerill (22/28)
28 kylfingar tryggðu sér fullan spilarétt á Evrópumótaröðinni og mun Golf 1, líkt og á undanförnum vera með kynningu á þeim.
Meirihluti þeirra sem komst á Evróputúrinn, með þátttöku sinni í lokaúrtökumótinu eru reynsluboltar, sem margir hafa spilað á Evróputúrnum og í nokkrum tilvikum einnig bestu mótaröð í heimi PGA TOUR og voru þáttakendur í lokaúrtökumótinu því sérlega sterkir í ár.
Lokaúrtökumótið fór fram á Lumine golfstaðnum á Spáni, dagana 15.-20. nóvember 2019 að þessu sinni.
Í fyrsta sinn í golfsögunni voru 3 íslenskir keppendur á lokaúrtökumótinu: Andri Þór Björnsson, GR; Bjarki Pétursson, GB og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Því miður komst enginn þeirra á Evróputúrinn að þessu sinni.
Golf 1 hefir þegar kynnt þá 4, sem rétt sluppu inn á Evróputúrinn og urðu T-28, þá 8 kylfinga sem deildu 17. sætinu og þá 4, sem deildu 13. sætinu og þá 5, sem urðu T-8. Næst verður kynntur sá sem landaði 7. sætinu í lokaúrtökumótinu, en það er kanadíski kylfingurinn Aaron Cockerill en hann lék á samtals 16 undir pari, 412 höggum (73 66 69 67 68 69).
Aaron Cockerill fæddist 17. apríl 1992 og er því 28 ára og er frá Stony Mountain í Manitoba, Kanada.
Hann er 1.8 m á hæð og 82 kg.
Cockerill var í bandaríska háskólagolfinu og lék með golfliði University of Idaho.
Hann gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 5 árum þ.e. árið 2015.
Þá þegar árið 2016 var hann kominn á hina kanadíska MacKenzie PGA Tour og gekk vel þar, strax fyrsta tímabilið sitt, s.s. sjá má af viðtali sem tekið var við hann og birtist á vefsíðu mótaraðarinnar – Sjá með því að SMELLA HÉR:
Á MacKenzie Tour lék Cockerill í 3 ár og keppnistímabilið 2018- 2019 spilaði hann á Áskorendamótaröð Evrópu, þar sem hann varð í 49. sæti á stigalistanum.
Hann tók þátt í lokaúrtökumótinu í lok árs 2019 með þessum líka fína árangri að hann er kominn á næstbestu karlmótaröð heims, Evróputúrinn, 2020.
Sem stendur er Cockerill nr. 774 á heimslistanum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
