Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2018 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2019: David Borda (6/27)

Golf 1 hefir á undanförnum árum kynnt „nýju strákana“ á Evróputúrnum og verður því fram haldið hér.

Lokaúrtökumótið í ár fór fram á Lumine golfstaðnum í Tarragona, nálægt Barcelona á Spáni, dagana 10.-15. nóvember og voru að venju spilaðir 6 hringir.

Efstu 25 og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Í ár voru það 27 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrnum.

Líkt og á undanförnum árum verður hafist á að kynna þá sem urðu í síðustu sætunum fyrst og endað á þeim sem sigruðu í Q-school þ.e. urðu efstir í lokaúrtökumótinu.

Í ár deildu 8 strákar 20. sætinu og komust því 27 „nýir strákar“ á Evróputúrinn í ár gegnum lokaúrtökumótið. Einn þeirra sem ekki komst að þessu sinni, þrátt fyrir frábæra spilamennsku var Birgir Leifur „okkar“ Hafþórsson, GKG.

Hér verður byrjað að kynna þann þá 8 sem deildu 20. sætinu þ.e. þá sem urðu T-20 á lokaúrtökumótinu. Búið er að kynna Max Schmitt, Hugo León, Ben Evans, Kristoffer Reitan og Gavin Moynihan en í dag verður David Borda kynntur.

David Borda fæddist 13. október 1986 og er því 32 ára.

Borda er hávaxinn 1,91 m á hæð.

Hann gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 7 árum, 2011 þá 25 ára.

Hann byrjaði samt ekki að spila í mótum fyrr en fyrir 5 árum og hefir aðallega spilað á PGA Tour Latin America og á Alps Tour í Evrópu, þar sem honum hefir gengið sérlega vel.

Borda var ekki í bandaríska haskólagolfinu heldur lauk við menntun sína í Navarra, á Spáni. Frá 2013 hefir hann ferðast og spilað á mótum margra landa, alls 29, en þau lönd eru: Spánn, Frakkland, Portúgal, Austurríki, Slóvenía, Þýskaland, Belgía, England, Skotland, Tékkland, Marokkó, Túnis, Egyptaland, Bandaríkin, Mexíkó, Guatemala, Hondúras, Panama, Guadeloupe, Kólómbía, Ekúador, Perú, Chile, Brasilía, Argentína, Dóminíkanska lýðveldið, Úrúgvæ og Thaíland.

Borda hefir ekki fengið mörg tækifæri né boðsmiða í mót … en hann hefir skapað sitt eigið stóra tækifæri nú eftir að hafa landað T-20 sætinu á lokaúrtökumóti Evróputúrsins, þar sem hann mun spila 2019