Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Ross McGowan (17/33)
Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni.
Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt.
Nú hafa verið kynntir þeir 9 sem deildu 25. sætinu og rétt sluppu inn á Evróputúrinn verið kynntir.
Í dag verður byrjað að kynna þá 3 sem deildu 15. sætinu á samtals 15 undir pari, hver, en það voru Sebastien Gros frá Frakklandi; Nico Geyger frá Chile og Ross McGowan, frá Englandi. Byrjað verður á því að kynna Ross McGowan.
Ross McGowan fæddist í Basildon á Englandi, 23. apríl 1982 og er því 35 ára.
Hann er 1,80 m á hæð og 86 kg.
McGowan ólst upp í Banstead, Surrey og hlaut menntun sína í Epsom College. Síðan lék McGowan í bandaríska háskólagolfinu með líði University of Tennessee. McGowan sigraði á English Amateur 2006, þar sem hann vann Oliver Fisher í úrslitaviðureigninni 5&4. Hann tók þátt í ýmsum liðakeppnum það ár (2006) Eisenhower Trophy og var í sigurliðinu í St Andrews Trophy. Stuttu eftir þetta gerðist hann atvinnumaður í golfi (2006).
Árið 2007 var McGowan í 1. sæti á stigalista Áskorendamótaraðar Evrópu fyrir Apulia San Domenico Grand Final, vegna tveggja sigra og þriggja 2. sætis árangra það ár. Sigrar McGowen á Áskorendamótaröðinni komu: 3. júní 2007 á Oceânico Developments Pro-Am Challenge −15 (66-63-69-67=265) þar sem hann sigraði í bráðabana gegn Michael Lorenzo-Vera og hinn sigurinn kom 2 1. júlí 2007 á Estoril Challenge de Portugal, þar sem hann átti 3 högg á Stuart Manley frá Wales. McGowan varð í 2. sæti á peningalistanum því Lorenzo-Vera sigraði lokamótið.
Vegna góðrar frammistöðu 2007 á Áskorendamótaröðinni var McGowan kominn á Evróputúrinn 2008. Hann var kominn meðal efstu 100 á heimslistanum í lok þess árs (2008) og spilaði í fyrsta risamóti sínu í júní þ.e. Opna bandaríska á Torrey Pines, náði niðurskurði og varð í 77. sæti.
McGowan vann fyrsta og eina mót sitt til þessa á Evróputúrnum 2009 en það var Madrid Masters, einkum vegna þess að á 3. hring náði hann frábæru skori 12 undir pari 60 högg. Hann lauk keppni 25 undir pari og átti 3 högg á þann sem var í 2. sæti Finnann Mikko Ilonen. McGowan varð í 2. sæti á fyrsta Dubai World Championship og var í 12. sæti á stigalista Evrópumótaraðarinnar. Árið 2010 spilaði McGowen í Opna bandaríska og varð T-40, sem er besti árangur hans á risamóti til þessa. McGowen spilaði einnig í PGA Championship risamótinu það ár (2010) og varð í 70. sæti.
Eftir þetta hrjáðist McGowan af meiðslum og leikur hans dalaði, sem varð til þess að hann missti kortið sitt við lok 2011 keppnistímabilsins.
Síðan náði hann sér hægt og rólega og spilaði á minni mótaröðum t.a.m. Mena Golf Tour þar sem hann sigraði 2012 á Abu Dhabi Golf Citizen Open og 2015 á Royal Golf Dar es Salaam Open.
Eins á McGowan einn sigur í beltinu á Sólskinstúrnum, suður-afríska, en sá sigur kom í apríl 2015 á Mopani/Redpath Zambia Open, þar sem McGowan átti 2 högg á Danie van Tonder frá S-Afríku.
Sem stendur er McGowan nr. 961 á heimslistanum. Meðal áhugamála McGowan utan golfsins er enski fótboltinn en hann er stuðningsmaður Aston Villa. Eins líkar McGowan við rugby, krikket og bandarískan fótbolta en þar styður hann lið gamla skólans síns, University of Tennessee.
Nú 2018 keppnistímabilið er McGowan aftur kominn á Evróputúrinn og fróðlegt að vita hvernig honum gengur í ár!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
