Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2018 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Matthias Schwab (13/33)

Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni.

Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt.

Nú hafa verið kynntir þeir 9 sem deildu 25. sætinu og rétt sluppu inn á Evróputúrinn.

Nú hafa Jonathan „Jigger“ Thomson og Matthew Baldwin frá Englandi og Henric Sturehed frá Svíþjóð verið kynntir, en þeir eru þrír af 7 sem deildu 18. sætinu. Þessir 7 spiluðu allir á samtals 14 undir pari. Í kvöld verður Matthias Schwab frá Austurríki kynntur.

Matthias Schwab fæddist 9. desember 1994 í Schladming, Austurríki og er því 23 ára – Hann er 1,83 m á hæð og 73 kg.

Schwab býr í Rohrmoos, Austurríki og er félagi í GCC Dachstein, Tauern.

Schwab lauk ferli sínum sem áhugamaður í golfi sem besti Evrópubúinn á heimslista áhugamanna eftir mjög farsælan feril í bandaríska háskólagolfinu, þar sem hann var m.a. two-time-All-American með golfliði Vanderbilt University.

Sjá má afrek Schwab með Vanderbilt með því að SMELLA HÉR:

Hann var í sigurliði Evrópu í Palmer Cup 2016.

Schwab komst á Evróputúrinn á lokaúrtökumótinu í fyrstu tilraun sinni!

Helstu áhugamál Schwab utan golfsins eru að vera á skíðum, fótbolti, tennis og tölvuleikir.

Sem stendur er Schwab nr.  550 á heimslistanum.

Allar nánari upplýsingar um Schwab má nálgast á vefsíðu hans með því að SMELLA HÉR: