Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2018 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Lorenzo Gagli (16/33)

Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni.

Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt.

Nú hafa verið kynntir þeir 9 sem deildu 25. sætinu og rétt sluppu inn á Evróputúrinn.

Nú hafa Jonathan „Jigger“ Thomson, James Heath og Matthew Baldwin frá Englandi, Matthias Schwab frá Austurríki, Sebastian Heisele frá Þýskalandi og Henric Sturehed frá Svíþjóð, en þeir eru 6 af 7 sem deildu 18. sætinu. Þessir 7 spiluðu allir á samtals 14 undir pari. Nú á bara eftir að kynna þann síðasta af þessum 7, sem höfnuðu í 18. sæti: Lorenzo Gagli frá Ítalíu.

Lorenzo Gagli fæddist í Flórenz á Ítalíu 14. október 1985 og er því 32 ára.

Hann er 1,78 á hæð og 70 kg.

Gagli gerðist atvinnumaður í golfi 2006.  Sem áhugamaður keppti Gagli m.a. í:

*Eisenhower Trophy (f.h. Ítalíu): 2006 og …
*St Andrews Trophy (f.h. Evrópu): 2006

Næsta ár á eftir, 2007, spilaði hann á Alps Tour og sigraði þrívegis þar þ.e. á Open AGF-Allianz de la Mirabelle d’Or 9. september 2007; Open La Margherita, 5. október 2007 og á Una Hotels Resort Open, 2. nóvember 2007.

Hann varð í 4. sæti á stigalista Alps Tour og hlaut kortið sitt á Áskorendamótaröð Evrópu að launum, fyrir 2008 keppnistímabilið.

Gagli fór síðan í Q-school 2008 og ávann sér kortið sitt fyrir Evrópumótaröðina fyrir 2009 keppnistímabilið.

Hann kaus að skipta sér milli Áskorendamótaraðarinnar og Evróputúrsins. Hann fór aftur í Q-school 2009 og spilaði á báðum mótaröðum 2010.  Árið 2010 sigraði Gagli á Italian PGA Championship. Góður endasprettur árið 2010 varð til þess að hann varð í 17. sæti á Áskorendamótaraðar stigalistanum og aftur var Gagli kominn á Evróputúrinn 2011.

Besti árangur Gagli á Evróputúrnum er T-3 árangur á  Barclays Scottish Open og 2. sætið á Madrid Masters.

Sem stendur er Gagli í 511. sæti heimslistans en hefir hæst verið meðal 150 bestu í heiminum.